Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
28.4.2007 | 11:50
Due east...
Ég er tilbúinn. Sit hér heima hjá mér á Týsgötunni, og nú vantar bara Atla, en hann mun sækja mig fyrir leiðangurinn. Svo tekur við; beikon og egg > kaffi > bensín > ríkið til að kaupa bjór handa stebba > gatorade eða powerade ásamt helstu nauðsynjum > og svo gangan á fjallið fagra yfir Fljótshlíðinni:
Já, Þríhyrningur er fjallið, fjallið sem Boris Jeltsin sagði eitt sinn að væri fegursta fjall á suðurhveli jarðar. Það er það svo sannarlega og það mun verða klifið. Og svo grill og gaman með cyberg félögum í bústaðnum. Þetta getur ekki klikkað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2007 | 12:20
Hversu heitur verður kallinn
Ég held að orð fái því varla lýst hvernig stemmarinn verður þegar Atli Rafn lætur aftur sjá sig reglulega á skemmtistöðum borgarinnar.
Ég spái því að stemmningin verði eitthvað á þessa leið: http://video.google.com/videoplay?docid=-760820435866344019&q=fishing&hl=en
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 00:22
Summertime
Það er sumar í loftinu piltar. Ég hef fylgst með veðrinu nokkuð reglulega í rúmlega 26 ár, og reynsla mín og hæfileikar í málefnum háloftanna leiða mig að eftirfarandi niðurstöðu: Þetta verður gott sumar.
Og hvernig má byrja sumarið betur en í sjóðheitum plastpotti á suðurlandi Íslands með hópi karlmanna? Granted, mér gæti dottið ýmislegt í hug, en ég hlakka engu að síður mikið til sumarbústaðarferðar félagsins um helgina - er þetta ekki fjórða formlega bústaðarferðin? Held það bara.
Stefán Helgi Jónsson, sérfræðingur og hálf-maraþonhlaupari, hefur dregið vagninn í skipulagningu þessarar ferðar, og matarnefnd Ingólfs og Atla Rafns hefur byrjað betur en flestar nefndir. Ef einhvern tímann var ástæða til bjartsýni, þá var það einmitt þegar þú last þessa efnisgrein.
Talandi um bjartsýni og góðar veðurspár, þá vil ég deila með ykkur afreki síðasta sunnudags. En þá tók ég þá efnilegu ákvörðun að fara til Flórens og ítölsku ríveríunnar milli 16. og 21. maí. Meðal annars ætla ég að labba nokkuð þekkta gönguleið milli fimm bæja við klettótta vesturströndina. Það eru víst engir bílvegir í þessa bæi sem gerir þetta nokkuð skemmtilegt. Hér að neðan henti ég inn einni mynd af svæðinu.
Hræddur um það. Held ég verði ansi góður þarna, ef til vill örlítið tanaðari en heimamenn, en að öðru leyti eins og innfæddur - sötrandi eins og hálfa rauðvín yfir kvöldsólinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2007 | 23:01
Cyberg Junior #3
Stúlkan vóg tæpar 15 merkur og var 52 cm á lengd sem er nokkuð minna en flestir spáðu í ljósi hæðar foreldra. Algeng næsta spurning eftir spurningunni um líðan móður og barns hefur svo yfirleitt verið: Hvernig er hárið á litinn? Svo ég svari því hér þá er hárið í augnablikinu ekki rautt eins og flestir bjuggust við, heldur ljósskollitað. En mér skilst að slíkt breytist oft svo það er enn von!
Ég vil líka nota tækifærið hér og þakka fyrir hamingjuóskir sem okkur hafa borist bæði í gegnum síma og hér á síðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2007 | 16:47
Til hamingju Ísland...
... og Brjánsi og Karen með frumburðinn. Íslenska þjóðin er töluvert meiri fyrir vikið
Til lukku með stúlkuna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2007 | 23:09
Sumarið
Gleðilegt sumar drengir! Ég hef trú á þessu sumri. Íslenskt sumar, hvað getur klikkað?
Hvernig er annars staðan á sumarbústaðarferðinni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.4.2007 | 15:26
Boltablogg
Hmmm....
Það virðist fátt koma hér inn þessa dagana annað en vikuleg uppfærsla mín á stöðunni í boltanum:
1 Markús*
2 Jón E.
3 Siggi J.*
4 Sæmi
5 Stebbi*
6 Doddi
7 Siggi S.*
8 Svanur
Stjörnumerktir vinna í kvöld. Klárt mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 17:30
Futbol
Þessi uppfærsla berst seint, en það er betra að hafa hlutina skjalfesta. Hér kemur því staðan í boltanum fyrir leik kvöldsins. Síðasti tími var sérstakur að því leyti að tveir burðarásar brugðust og mættu ekki og var því ákveðið að allir aðrir fengju þrjú stig. Hugsanlega ekki sanngjarnt fyrir Dodda sem var eini fasti meðlimurinn sem lék í sigurliði og jafnvel pínu ósanngjarnt fyrir Markús sem afboðaði sig þó 3 mínútum áður en tíminn hófst. Stefáni vorkennir enginn.
Staðan fyrir kvöldið er eftirfarandi:
1. Markús*
2. Jón E.
3. Siggi J.*
4. Stebbi
5. Sæmi*
6. Siggi
7. Doddi*
8. Svanur
Stjörnumerktir leika saman berir að ofan og olíubornir... En eru 43 stúkumiðar lausir og eins og vanalega eru aðgangsmiðar seldir á síðunni midi.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 09:41
Mögnuð tilraun
Blaðamenn Washington Post framkvæmdu í janúarmánuði virkilega áhugaverða tilraun og skrifuðu í framhaldinu grein um hana.
Ég varð hreinlega að deila þessari grein með ykkur og hvet ykkur eindregið til að gefa ykkur tíma til að lesa hana. Þeir létu Joshua Bell, sem er einn færasti klassíski tónlistarmaður heims, stilla sér upp við eina neðanjarðarlestarstöðina í Washington og spila fyrir pening og vildu sjá hvað gerðist. Frábær pæling...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 23:16
Við skarfarnir
Margt gott við þessa páska. Hef ákveðið að hugsa um hversu skemmtilegir þeir voru, í stað þess að hugsa um hversu fljótt þeir liðu. Það er gaman að tala um páskana í fleirtölu, eins og þeir hafi verið eitthvað margir. En þetta voru vissulega nokkrir dagar, og auk þess hljóma þeir ekki vel í eintölu; páski, páskur. Skrítið orð páskar. Getur einhver sagt mér hvaðan það er komið? Jafnvel tilvísun í pásu. Það er fínt að taka pásu á páskum.
Vil votta skarfastofninum við Breiðafjörðinn samúð mína, því að á föstudaginn átti ég þátt í dauða fallegs fugls. Fugls sem var skarfur. Í dag situr hann á öxl Jesú, sonar guðs. (Þessi setning mín sótti innblástur í sigurræðu Zack Johnson, sem vann US Masters golfmótið í gærkvöldi. Hann þakkaði guði fyrir sigurinn, sagði að það væri ótrúlegt hvað guð getur gert. Nú er ég í sjálfu sér ekki að lýsa yfir trúleysi, en mér finnst Zack "Bible belt" Johnson vera að gera golfíþróttinni full hátt undir höfði. Ef einhvers konar guðskraftur er til, þá vona ég að orkan fari í annað en að hjálpa Zack að vinna golfmót. Þótt hann hafi verið verið vel að sigrinum kominn).
En aftur að dauða skarfsins. Ég hafði aldrei áður séð skarf almennilega, en ég get sagt ykkur að mér finnst þetta vera glæsilegur fugl. Klukkan sjö að morgni föstudagsins langa sigldi ég við þriðja mann út á Breiðafjörðinn á gummíbát með byssu og veiðistöng. Ég var í flotgalla sem gerði þetta enn hátíðlegra. Flott að sigla út á hafið í blankalogni, í morgunsólinni innan um fugla og seli, í gömlum appelsínugulum galla. Og hvað dauða skarfinn varðar, þá er þetta að minnsta kosti hátíðlegur dagur til að kveðja fjörðinn. Eða það finnst mér næstum því. Og Zack væri örugglega sammála mér.
Ég ætla að enda páskann (virkar ekki eða hvað?) með því að horfa á endursýningu Boston Legal frá því í gær. Ef það er einhver þarna úti sem kann ekki að meta þá ágætu þætti, þá þarf sá hinn sami að líta djúpt í eigin barm. Bæði vegna þess að það er gott að líta í barm annað slagið, og vegna þess að það er rangt að kunna ekki að meta þessa þætti. Fátt betra á skjánum en Alan Shore og Denny Crane, með viský og vindil á svölunum í lok hvers þáttar, eins og tveir fallegir skarfar ofarlega í klettinum við Breiðafjörðinn, ekki ósvipað okkur Jóni á laugardagskvöldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up