Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
27.3.2007 | 09:55
Boltinn
Verð að gera eitthvað til að koma myndunum hér að neðan út af síðunni...
Minni því á boltann í kvöld:
1. Markús*
2. Stebbi
3. Jón*
4. Siggi J.
5. Sæmi*
6. Doddi
7. Siggi S.*
8. Svanur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 15:06
Afmæli
Þindarlausi Hvergerðingurinn er 27 ára gamall í dag. Til hamingju með það Sigurður... Megir þú lengi lifa. Og ekki hafa áhyggjur af því að þú eldist hratt - þetta kemur fyrir alla.
Hér sést hinn 26 ára gamli Sigurður
og svo hinn 27 ára gamli Sigurður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2007 | 11:06
Boltinn
Bolti í kvöld.
Staðan er eftirfarandi og stjörnumerktir saman í liði:
1. Markús*
2. Jón E.
3. Stebbi*
4. Siggi J.
5. Sæmi*
6. Siggi
7. Doddi*
8 Svanur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2007 | 09:49
Heimskir glæpamenn
Jay Leno, sá leiðinda þáttastjórnandi, er endrum og sinnum með lið hjá sér þar sem hann fer yfir sögur af heimskum glæpamönnum.
Þessi ætti líklega vel heima þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 23:56
ps... mynd
hvað segið þið við því að hittast fljótlega og taka nýjar myndir af okkur fyrir síðuna... er orðinn frekar leiður á að fá tölvupóst þar sem ég er spurður hvort ég sé spasstískur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 23:53
Arsenal
Ég þoli ekki fólk sem fílar ekki Eurovision, Brynhildi spjóts, Justin, N´sync og Backstreet boys.... að mínu mati eruð þið ekki velkomin á þess síðu... því þið kunnið ekki að skemmta ykkur.
Það eru nefnilega 2 stefnur sem fólk getur tekið í lífinu, annarsvegar er safe way leiðin þar sem menn passa sig á því að fitta allstaðar inn í það sem er viðurkennt af tískufrömuðum, en hinsvegar eru það þeir sem skemmta sér.
Þetta er ekki flókið reikningsdæmi... jafnvel fyrir mann sem býr ennþá hjá mömmu sinni!
Ég er nefnilega eins og e-pillugaurarnir sem toppa á E en botna án E. Eini munirinn er bara að ég nota ekki E... hinsvegar á ég við Dópamín vanda að stríða... því dópamíníð í mér Uber stannar!
Dópamín er, fyrir þá sem ekki vita, taugaboðefni í heilanum og kemur víða við sögu. Efnafræðilega tilheyrir það amínum en amín eru einn meginflokkur hormóna (hinir eru peptíð og sterar). Dópamín er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi miðtaugakerfisins. Hér á eftir er gerð grein fyrir nokkrum helstu hlutverkum þess.
Í grunnkjörnum heilans kemur dópamín að stjórnun hreyfinga. Ef það vantar verða hreyfingar skrykkjóttar og erfitt að stjórna þeim. Þetta er lýsingin á Parkisonsveiki en skortur á dópamíni í grunnkjörnum heilans og ójafnvægi boðefna í kjölfarið er talin vera orsök einkenna Parkinsonsveikinnar. Lyfjameðferð við veikinni gengur annað hvort út á að auka virkni dópamíns í heilanum, draga úr niðurbroti þess, bæta upp skortinn á því eða draga úr virkni ensímisins sem brýtur dópamínið niður (það er, seinka niðurbrotinu).
Það hafa verið gerðar rannsóknir, af Peter Brugger (gott eftirnafn) við Háskólann í Zurich sem sýna fram á að menn sem eru með mikla dópamín framleiðslu í heilanum eru miklu líklegri en aðrir til að vera leiðtogar og sérstaklega trúarleiðtogar... þess vegna er Tom Cruise Idolið mitt! ég er eins og hann í Opruh þættinum... fockkk it hvað er að því að elska lífið? prófaðu það... lífið er fokking yndislegt... segðu það við sjálfan þig alltaf þegar þú vaknar á morgnanna... Lífið er fokkkin yndislegt.... ég elska lífið!
og þannig á maður að lifa,
kv. Kate Ryan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 23:37
berrassaður á dansgólfið
Grow up! sagði einhver einhverntíman við einhvern! en hversvegna ætti single gaur að þroskast... mér finnst gaman að vera kol bullandi klikkaður! ég skaða engan... hef aldrei lent í slag... nota ekki dóp... á ekki barn eða börn! afhverju ætti ég þá að halda aftur af tígrisdýrinu í mér? ég er tiger... verð alltaf tiger... og fyrir þrítugt ætla ég að ná mér í dóm fyrir að strípast á almannafæri... það er lífið... ég elska að vera nakinn... er á leiðinni á dansgólfið, sjón er sögu ríkari, þegar nakinn maður á í hlut!
Je T´Adore... Koma svo ... reynum að rífa þennan félagskap úr rassgatinu á sjálfum sér... mæli með svakalegu partí á næstu dögum... andskotinn hafi það! menn eru ekki það giftir!!!!!!!!!!!!
kveðja,
Kate Ryan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 23:24
fyrst ég er byrjaður
ég vil ganga í ESB .... sameinaður markaður evrópu þýðir fleiri kven! andskotinn hafi það... fuck the fish... you can´t fuck the fish!
Ef D fer með V í stjórn... þá er ég farinn! þetta er borðliggjandi! Það er ekkert V í BDSM!
kveðja,
Don ,,I´m bringing sexy back" Johnsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007 | 23:13
gay
djöfull er ég í miklu gay stuði... er að dúndra mér í stuðið, stefnan tekin á óliver þar sem Jón Eggert situr sveittur og dregur að sér ilmandi kvenpeninginn. Ætlast til mikils af vængmennsku hans í kvöld.
Tónlistin sem fær að hljóma núna er Kate Ryan með belgíska Eurovision lagið í fyrra, Páll Óskar með bundinn og Brynhildur Spjótsdóttir með Collection.
Er þetta bara ég, eða vantar massívt stóran gay stað á íslandi? Þar sem gaurar og gellur sleppa sér algerlega í stuðinu... ég er ekki að tala um neitt Ass to mouth... bara bullandi stemmingu... þá sjaldan maður lyftir sér upp.
ps. kominn tími til að ég vígði síðuna... spurning hvort ég verði vígður á annan hátt í kvöld. Held það efist enginn um að ég er til í allt... eða svona næstum því.
Kveðja,
Don
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 20:51
Af barsmíðum og öðrum svívirðingum
Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið mín helgi, afrakstur helgarinnar var eftirfarandi:
10 marka tap í bikarúrslitaleik
11 spor utan á skurð á hökunni
3 spor innan á sama skurð
4 tennur sem flísaðist úr
38,5° hiti samkvæmt nýjustu mælingu
Ég geri nú ráð fyrir því að flestir hafi séð áreksturinn sem ég lenti í í leiknum á laugardaginn, en þeir sem voru svo óheppnir að missa af honum geta séð áreksturinn hér, á u.þ.b. 16-18 mínútu í fyrri hálfleik. Þess má geta að myndatökumaðurinn á leiknum lagði sérstakan metnað sinn í það að ná "góðum" myndum af sárinu og stöðvaði mig meira að segja eftir leikinn og sagði mér sigri hrósandi " Heyrðu, ég náði alveg geðveikum myndum af skurðinum þínum" Það veitti mér mikla huggun vitandi til þess að bæði foreldrar mínir, amma mín á elliheimilinu, systur og aðrir fjölskyldumeðlimir voru að horfa á leikinn. Gott að vita til þess að þau gátu öll notið þessarar fallegu stundar með mér.
Áreksturinn var ansi hreint harður eins og sjá má og fengum við báðir myndarlega skurða ég þó töluvert myndarlegri, hann í skallann en ég undir hökuna. Eftir á að hyggja get ég nú bara held ég þakkað fyrir það að hafa ekki t.d. fengið heilahristing, kjálkabrotnað, brotið tennurnar í mér eða bitið í tunguna á mér. En engu að síður þá fékk ég mjög stóran og djúpan skurð á hökuna og einnig flísaðist upp úr 4 tönnum.
Það voru skemmtilegar lýsingar sem ég fékk frá liðsfélögum mínum eftir leikinn, t.d. sagði einn að þetta hefði litið út eins og hökunni á mér hefði einfaldlega verið flett af og annar sagði að þetta hefði verið eins og ég væri kominn með munn á hökuna!
Það var mjög fljótlega ljóst að það var ekkert hægt að plástra þetta heldur dugði ekkert minna en saumar til þess að stöðva blæðinguna. Það var læknir á staðnum á vegum hsí sem byrjaði á því að sauma patrek, en ég komst undir hendur hans þegar það voru u.þ.b. 5 mínútur eftir af fyrri hálfleik og kláraði hann að sauma mig áður en fyrri hálfleik lauk, setti alls 5 spor. Líkamlega fann ég þá ekkert til svo það var í raun ekkert sem stöðvaði mig í því að fara aftur inn á völlinn nema það að .að þurfti að búa um sárið og það er töluvert erfitt þegar það er á hökunni. Eina sem dugði til þess að búa um þetta var í raun að vefja sárabindi um hökuna og aftur fyrir háls svo ég leit út eins og pelíkani. Síðan gafst ég fljótlega upp á því að búa um þetta þegar ljóst var að leikurinn var tapaður.
Til að nudda salti í sárin þá hefur held ég ekki einum fjölmiðli hafi tekist að fara með nafn mitt rétt. Í fyrsta lagi þá byrjuðu þulirnir í leiknum á því að kalla mig George Clooney í seinni hálfleik því ég var kominn með svo stóra höku. Í öðru lagi var ég kallaður Brjánn Jónsson á stöð 2, Brjánn Brjánsson í fréttablaðinu og svo Baldur í mogganum. Svo hafa óprúttnir aðilar gefið mér viðurnefnið Hakan Sükur, sem mér reyndar finnst nokkuð fyndið.
Eftir leikinn ræddi ég við lækninn sem saumaði mig og hann hafði sjálfur tröllatrú á sauminum sínum og sagði mér bara að láta þá sauma vera í í 10 daga. En eftir að hafa skoðað fráganginn á þessu og að höfðu samráði við félaga mína ákvað ég að fara upp á slysó til þess að láta sauma þetta almennilega. Þær hlógu nú að þessu hjúkkurnar á slysó þegar ég sagði þeim að ég hefði fyrst ætlað að láta þessi fimm spor sem var hent í á 5 mínútum duga, líktu þessu við sláturkeppasaum. Úr varð að þær settur 3 spor innan í skurðinn því hann var svo djúpur og svo 11 utan á. Hér má svo sjá afraksturinn eins og hann leit út á sunnudagsmorgunn.
Að öðru leyti hef ég það þó ágætt, er reyndar að fá flensuskít ofan á allt annað og mældi sjálfan mig með 38,5° hita rétt áðan.
En það er nú sem betur fer svo að það eru ekki bara slæmar fréttir af mér heldur er farið að styttast mikið í það að Cyberg Jr. #3 mæti á svæðið. Áætlaður komudagur er 22. apríl s.s. eftir rétt rúmar 5 vikur.
Læt þetta duga að sinni og hvet að lokum meðlimi til að láta ljós sitt skína á siðunni!
Bloggar | Breytt 14.3.2007 kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up