Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Brjánn barinn og bomban með bikar...

Það er ekki þverfótað fyrir skrifum á þessa síðu okkar. Ætla að reyna að lauma einni færslu inn í fjöldann.

Það var stór helgi hjá íþróttadeild klúbbsins um helgina og sönnuðu þar tveir af þremur virkum meðlimum klúbbsins yfirburði sína svo um munar á íþróttasviðinu. Sé einhver að velta því fyrir sér hver þriðji virki meðlimur íþróttadeildarinnar sé, þá er hér átt við Rafn sem m.v. formið um jólin verður enn að teljast íþróttamaður.

Hinir tveir, Jón Eggert og Brjánsi, áttu reyndar dapran laugardag fyrir framan alþjóð. Það getur á stundum verið erfitt að vera hópíþróttamaður. Stjörnumenn tóku nefnilega Framdrengi í bakaríið, kennslustund og flest annað sem hægt er að taka menn í, á fjölum Laugardalshallarinnar.
Eða er kannski dúkur á gólfinu?

En það var klárlega ekki við okkar mann að sakast, þó skýringin sé beintengd honum. Svosem fátt um þetta að segja því ástæðan fyrir tapinu var öllum sem á horfðu ljós. Stjörnumenn voru búnir að kortleggja Framliðið fyrir leikinn og brugðu á það óþverraráð að berja Brján til óbóta. Þegar Brjánsi yfirgaf völlinn sárþjáður var leikurinn í járnum. Því miður fyrir Frammara sneri Brjánninn hins vegar ekki aftur fyrr en í síðari hálfleik og þá var orrustan þegar töpuð. Áhorfendur Stjörnunnar voru hins vegar ekki sannfærðir og gerðu heiðarlega tilraun til að ráðast inn á völlinn og ljúka við hálfklárað verk Patreks Jóhannessonar. Þeim varð ekki að ósk sinni frekar en þeim áhorfendum Fram sem héldu að 12% Brjánn gæti gert eitthvað meira en að halda málum í horfinu. Kallinn er jú mannlegur eftir allt saman.

Jón Eggert bikarmeistari

Eftir dapran laugardag sneri hins vegar Bomban fílefldur í höllina á sunnudeginum og hafði nú full yfirráð yfir teiknitöflunni. Það skilaði flokknum hans titli. Nema hvað? 


Færsla og fimmtudagur

Herramenn.

Ástæðulaust að hlakka ekki til næstu mánaða.

Ef einhver hefur gleymt því, þá vil ég minna á að sólin hækkar á vorin og heimur hlýnandi fer.

Furthermore, þá minni ég á að hópur manna á Kirkjusandi bókaði sumarhús, eða vorhús eða hvað, í byrjun maí á suðurlandinu. Frést hefur að austan, að nú þegar eru bændur farnir að ylja rauðvíninu, sem mun fylla pottinn.

Er búinn að glíma við þotuþreytu í vikunni.

Að því tilefni vil ég stinga upp á (og þessi tillaga er ættuð frá Ástralíu) að útlilega sumarsins fari fram fyrstu helgina í júlí? Ekki væri ónýtt ef menn gæfu hér álit sitt á þessari tillögu.


Gump, Forrest Gump

Boltinn á morgun. Um það bil eina hreyfingin sem undirritaður stundar þessa dagana. Það og hefðbundin málningarvinna. Tímarnir í vetur hafa verið virkilega skemmtilegir og einkennst af mun meiri ákefð og hörku heldur en sl. vetur. Markús hefur klárlega verið maður vetrarins. 60 stigin verða ekki af honum tekin úr þessu.

Sjálfum hefur mér ekki gengið sem best í boltanum og hef setið nokkuð öruggur í næst neðsta sætinu svo mánuðum skiptir. Ég held að því verði varla breytt úr þessu. En dapurt gengið hefur ekki dregið úr lönguninni til að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. Kláðinn er kominn á óbærilegt stig og ljóst að ég kvíði því þegar bölvaður grasilmurinn fer að gera vart við sig. Það er nefnilega svo merkilegt með þetta að eins mikið og mig langar til að spila fótbolta þá langar mig jafn lítið til að mæta á þar til gerðar æfingar. Slíkar æfingar telja um 85% af heildartíma íslensks leikmanns og því er ákvörðunin einföld. En erfið.

Ég fór yfir þessar raunir með Stefáni um helgina og hann var með lausn á málinu. Dr. Stefán taldi að ný áskorun væri málið og með göfugt markmið fyrir framan mig myndi knattspyrnuþráin hverfa. Og þar er kominn tilgangurinn með færslunni: Ég set hér með formlega stefnuna á hálft Reykjavíkurmaraþon í ágúst næstkomandi. Ég ætlaði í heilt, en Stefán taldi mér hughvarf.

Áður en hægt er að byrja að æfa mun ég nú vinna að því að sanka að mér ýmsum óþörfum græjum sem geta gert eitthvað jafn óspennandi og hlaup, áhugavert. iPod græjan frá Nike og GPS púlsklukkan hljóma líkleg sem fyrstu kaup.


Sjóðstjórar í Ameríku

Eftir rúma viku í San Fransisco erum við Ingólfur mættir í vesturvígstöðvar Cybergs, til Rafns Árnasonar í New York. Rafn hefur eins og honum er lagið tekið höfðinglega á móti okkur og býst ég við glæsilegri helgi. Margt gerðist í Kaliforníu, sem er yndislegur heimshluti á margan hátt.

 

Við gistum rétt við Stanford háskóla. Í vikunni dundaði ég mér við það í tvígang að skokka (mjög rólega) um háskólasvæðið sem er fáránlega huggulegt. Pálmatré eru skemmtileg. Fyndið að skokka þarna um, allir heilsa manni kumpánalega og óska manni alls góðs. Mér fannst einn heilsa mér með nafni, en mér gæti hafa misheyrst. Hinsvegar sá ég úlf. Og ég er viss um að þetta hafi verið úlfur, því að maður sem stóð mér nærri, þarna í hlíðunum fyrir ofan Stanford, var viss um að þetta væri úlfur. Á skilti stóð að búast mætti við fjallaljónum á svæðinu þannig að þetta var allt stórkostlega spennandi.

 

Gæti talið upp ýmislegt sem við brölluðum. Heimsóttum höfuðstöðvar og funduðum með starfsmönnum ansi margra fyrirtækja, m.a. Apple, Google, Cisco, Yahoo, Electronic Arts o.fl. o.fl. Ótrúlega mikið af flottum fyrirtækjum með höfuðstöðvar þarna á litlu svæði, í Sílíkondalnum. Fórum líka í Muir woods, sem mér fannst magnaður staður. Þar vex redwood risafuran, og þarna gengum við vel og lengi innan um hátt í 100 metra risa. Keyrðum um brattar brekkur San Fransisco, heimsóttum NASA, og Alctatraz (sem ég mæli með reyndar, flott ferð), borðuðum mikið af indverskum mat, og jú, við versluðum eins og vindurinn.

 

Það er töff að ganga í svefni

Einn göngutúr í ferðinni var frekar spes. Eitt kvöldið sofnaði ég frekar snemma, um ellefu leytið. Klukkan eitt vaknaði ég við það að ég var úti á gangi, bara í náttbuxunum, og ekki með lykil að herberginu mínu. Það var sérlega nett að rölta fáklæddur niður í lobbýið til að sækja aukalykil. Hef ekki lent lent í svona árum saman, og eiginlega aldrei. Hrikalega hressandi.

kv. frá NY, Kiddi


Sjóðstjórar í Ameríku

Eftir rúma viku í San Fransisco erum við Ingólfur mættir í vesturvígstöðvar Cybergs, til Rafns Árnasonar í New York. Rafn hefur eins og honum er lagið tekið höfðinglega á móti okkur og býst ég við glæsilegri helgi. Margt gerðist í Kaliforníu, sem er yndislegur heimshluti á margan hátt.

Við gistum rétt við Stanford háskóla. Í vikunni dundaði ég mér við það í tvígang að skokka (mjög rólega) um háskólasvæðið sem er fáránlega huggulegt. Pálmatré eru skemmtileg. Fyndið að skokka þarna um, allir heilsa manni kumpánalega og óska manni alls góðs. Mér fannst einn heilsa mér með nafni, en mér gæti hafa misheyrst. Hinsvegar sá ég úlf. Og ég er viss um að þetta hafi verið úlfur, því að maður sem stóð mér nærri, þarna í hlíðunum fyrir ofan Stanford, var viss um að þetta væri úlfur. Á skilti stóð að búast mætti við fjallaljónum á svæðinu þannig að þetta var allt stórkostlega spennandi.

Gæti talið upp ýmislegt sem við brölluðum. Heimsóttum höfuðstöðvar og funduðum með starfsmönnum ansi margra fyrirtækja, m.a. Apple, Google, Cisco, Yahoo, Electronic Arts o.fl. o.fl. Ótrúlega mikið af flottum fyrirtækjum með höfuðstöðvar þarna á litlu svæði, í Sílíkondalnum. Fórum líka í Muir woods, sem mér fannst magnaður staður. Þar vex redwood risafuran, og þarna gengum við vel og lengi innan um hátt í 100 metra risa. Keyrðum um brattar brekkur San Fransisco, heimsóttum NASA, og Alctatraz (sem ég mæli með reyndar, flott ferð), borðuðum mikið af indverskum mat, og jú, við versluðum eins og vindurinn.

Það er töff að ganga í svefni

Einn göngutúr í ferðinni var frekar spes. Eitt kvöldið sofnaði ég frekar snemma, um ellefu leytið. Klukkan eitt vaknaði ég við það að ég var úti á gangi, bara í náttbuxunum, og ekki með lykil að herberginu mínu. Það var sérlega nett að rölta fáklæddur niður í lobbýið til að sækja aukalykil. Hef ekki lent lent í svona árum saman, og eiginlega aldrei. Hrikalega hressandi.

kveðja frá NY, Kiddi.


« Fyrri síða

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband