Færsluflokkur: Bloggar
10.4.2007 | 09:41
Mögnuð tilraun
Blaðamenn Washington Post framkvæmdu í janúarmánuði virkilega áhugaverða tilraun og skrifuðu í framhaldinu grein um hana.
Ég varð hreinlega að deila þessari grein með ykkur og hvet ykkur eindregið til að gefa ykkur tíma til að lesa hana. Þeir létu Joshua Bell, sem er einn færasti klassíski tónlistarmaður heims, stilla sér upp við eina neðanjarðarlestarstöðina í Washington og spila fyrir pening og vildu sjá hvað gerðist. Frábær pæling...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 23:16
Við skarfarnir
Margt gott við þessa páska. Hef ákveðið að hugsa um hversu skemmtilegir þeir voru, í stað þess að hugsa um hversu fljótt þeir liðu. Það er gaman að tala um páskana í fleirtölu, eins og þeir hafi verið eitthvað margir. En þetta voru vissulega nokkrir dagar, og auk þess hljóma þeir ekki vel í eintölu; páski, páskur. Skrítið orð páskar. Getur einhver sagt mér hvaðan það er komið? Jafnvel tilvísun í pásu. Það er fínt að taka pásu á páskum.
Vil votta skarfastofninum við Breiðafjörðinn samúð mína, því að á föstudaginn átti ég þátt í dauða fallegs fugls. Fugls sem var skarfur. Í dag situr hann á öxl Jesú, sonar guðs. (Þessi setning mín sótti innblástur í sigurræðu Zack Johnson, sem vann US Masters golfmótið í gærkvöldi. Hann þakkaði guði fyrir sigurinn, sagði að það væri ótrúlegt hvað guð getur gert. Nú er ég í sjálfu sér ekki að lýsa yfir trúleysi, en mér finnst Zack "Bible belt" Johnson vera að gera golfíþróttinni full hátt undir höfði. Ef einhvers konar guðskraftur er til, þá vona ég að orkan fari í annað en að hjálpa Zack að vinna golfmót. Þótt hann hafi verið verið vel að sigrinum kominn).
En aftur að dauða skarfsins. Ég hafði aldrei áður séð skarf almennilega, en ég get sagt ykkur að mér finnst þetta vera glæsilegur fugl. Klukkan sjö að morgni föstudagsins langa sigldi ég við þriðja mann út á Breiðafjörðinn á gummíbát með byssu og veiðistöng. Ég var í flotgalla sem gerði þetta enn hátíðlegra. Flott að sigla út á hafið í blankalogni, í morgunsólinni innan um fugla og seli, í gömlum appelsínugulum galla. Og hvað dauða skarfinn varðar, þá er þetta að minnsta kosti hátíðlegur dagur til að kveðja fjörðinn. Eða það finnst mér næstum því. Og Zack væri örugglega sammála mér.
Ég ætla að enda páskann (virkar ekki eða hvað?) með því að horfa á endursýningu Boston Legal frá því í gær. Ef það er einhver þarna úti sem kann ekki að meta þá ágætu þætti, þá þarf sá hinn sami að líta djúpt í eigin barm. Bæði vegna þess að það er gott að líta í barm annað slagið, og vegna þess að það er rangt að kunna ekki að meta þessa þætti. Fátt betra á skjánum en Alan Shore og Denny Crane, með viský og vindil á svölunum í lok hvers þáttar, eins og tveir fallegir skarfar ofarlega í klettinum við Breiðafjörðinn, ekki ósvipað okkur Jóni á laugardagskvöldið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2007 | 13:34
Eru páskarnir hátíð letinnar?
Ef svo er ekki, þá er ég klárlega að misskilja eitthvað. Meiri svefn hefur varla nokkur fullorðinn maður fengið í seinni tíð. Átti t.d. góðan blund í gær frá 17:30 - 21:30, eins og ekkert væri eðlilegra. Og það eftir að hafa gert akkúrat ekki neitt allan daginn nema að hanga upp í sófa heima hjá Stefáni. En kannski er þetta bara ágætt af og til, ég sef þá bara minna í næsta lífi.
Átti gott kvöld með Kristni í gær, eins og oft áður veitti Kristinn mér mikinn innblástur. Nú er bara að bíða og sjá hvað verður - því hvað það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. Ég spái samt stórfréttum innan árs.
Og já, til hamingju þið - þið vitið hver þið eruð. Ég er farinn að gera ekki neitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.4.2007 | 22:57
Efasemdir um kynhneigð...
... er kannski fulldjúpt í árinni tekið, en þessa dagana er ég haldinn einskonar fettishi fyrir dönsku snillingunum í Kashmir. Ég hef reyndar sagt flestum þeim sem ég hef hitt nýverið þetta ca. 100 sinnum, en ég vildi bara undirstrika þetta enn einu sinni. Ég legg fram sönnunargögn...
númer 1: http://www.youtube.com/watch?v=2nhflxjMMO8
og 2: http://www.youtube.com/watch?v=BfRRMTn2-7M
...máli mínu til stuðnings. Og gott fólk trúið mér, það eru til þónokkur fleiri sönnunargögn máli mínu til stuðnings. En stundum er það víst ekki nóg, OJ og Davíð Garðars ganga víst ennþá lausir.
Annað tilefni efasemda um ýmsar hneigðir er sú staðreynd að ég dansaði upp á borði í gærkvöldi þegar Páll Óskar tók lagið. Fróðir menn segja að "Tjakkurinn" minn hafi næstum því jafnast á við dans Sérfræðingsins okkar - en það er klárlega lygi, það kemst enginn með typpið þar sem hann er með rassinn í þessum skemmtilega dansi.
Rétt í lokin vil ég benda á þetta snilldarlag sem Sigurður Sjósteinn benti mér á einhvern tímann um daginn: http://www.youtube.com/watch?v=onUnKrelDag. Best að tileinka þetta Stefáni, 27 ára. Til hamingju gamli...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2007 | 09:55
Boltinn
Verð að gera eitthvað til að koma myndunum hér að neðan út af síðunni...
Minni því á boltann í kvöld:
1. Markús*
2. Stebbi
3. Jón*
4. Siggi J.
5. Sæmi*
6. Doddi
7. Siggi S.*
8. Svanur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 15:06
Afmæli
Þindarlausi Hvergerðingurinn er 27 ára gamall í dag. Til hamingju með það Sigurður... Megir þú lengi lifa. Og ekki hafa áhyggjur af því að þú eldist hratt - þetta kemur fyrir alla.
Hér sést hinn 26 ára gamli Sigurður
og svo hinn 27 ára gamli Sigurður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2007 | 11:06
Boltinn
Bolti í kvöld.
Staðan er eftirfarandi og stjörnumerktir saman í liði:
1. Markús*
2. Jón E.
3. Stebbi*
4. Siggi J.
5. Sæmi*
6. Siggi
7. Doddi*
8 Svanur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2007 | 09:49
Heimskir glæpamenn
Jay Leno, sá leiðinda þáttastjórnandi, er endrum og sinnum með lið hjá sér þar sem hann fer yfir sögur af heimskum glæpamönnum.
Þessi ætti líklega vel heima þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007 | 23:56
ps... mynd
hvað segið þið við því að hittast fljótlega og taka nýjar myndir af okkur fyrir síðuna... er orðinn frekar leiður á að fá tölvupóst þar sem ég er spurður hvort ég sé spasstískur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up