Færsluflokkur: Bloggar
7.11.2007 | 00:15
Vika 9
Jón Ingi, einn af gestaleikurum vetrarins, fær skömm í hattinn að þessu sinni. Hans varamaður brást, sem gerði það að verkum að einn mann vantaði í boltann í kvöld. Það er ávallt leiðinlegt.
Boltinn var líka frekar ójafn í kvöld og það er alltaf leiðinlegt. Svona Liverpool - Besiktas lykt af þessu öllu saman. Maður kvöldsins var klárlega Jón Eggert sem fór eins illa með dauðafæri og mögulegt er á fyrstu mínútum leiksins. Óvanalegt fyrir bombuna sem þekktur er fyrir að þenja netmöskvana þegar hann mundar hægri fótinn.
Staðan eftir viku 9
1.-2. Jón Ingi - 16 stig
1.-2. Siggi - 16 stig
3.-6. Markús - 13 stig
3.-6. Doddi - 13 stig
3.-6. Svanur - 13 stig
3.-6. Stebbi - 13 stig
7. Hálfdán - 10 stig
8. Jón Eggert - 7 stig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 10:10
Endurkoma
Undirritaður hefur ekki mætt í boltann sl. 4 vikur og hefur saknað hópsins sárt. Nú er stefnt að endurkomu í kvöld, enda búið að sofa í súrefniskassa síðustu vikur. Ég hef haldið samviskusamlega utan um stöðuna og hér að neðan eru úrslit síðustu vikna ásamt uppfærðri stöðu:
Úrstlit í 6. viku
Siggi (Matthías Guðmundsson spilaði), Jón Ingi (Frikki spilaði fyrir hann), Doddi (Guðni Ingvarss spilaði fyrir hann) og Svanur fóru með sigur af hólmi
Úrslit í 7. viku
Jón Eggert, Stebbi, Doddi og Jón Ingi unnu þá vikuna.
Úrslit í 8. viku
Siggi (Vignir spilaði fyrir hann), Svanur, Hálfdán og Markús unnu í síðustu viku.
Staðan e. viku 8
1. Jón Ingi - 16 stig
2.-5. Markús - 13 stig
2.-5. Doddi - 13 stig
2.-5. Siggi - 13 stig
3.-5. Svanur - 13 stig
6. Stebbi - 10 stig
7.-8. Hálfdán - 7 stig
7.-8. Jón Eggert - 7 stig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 20:41
In rainbows
Eftir litla en mjög gefandi hlustun verð ég að mæla með nýju plötunni hjá Radiohead. Það er líka svo þrælskemmtilegt að kaupa plötuna og fá að ráða hvað maður borgar fyrir hana.
En herramenn. Svo við snúum okkur að alvörunni. Október og rúmir tveir mánuðir í næstu árshátíð. Djöfullinn er maður að heyra það. Hverjir voru í nefndinni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.10.2007 | 11:18
Boltinn vika 5
Staðan e. viku 5
1.-2. Jón Ingi - 10 stig
1.-2. Markús - 10 stig
3.-6. Doddi - 7 stig
3.-6. Siggi - 7 stig
3.-6. Stebbi - 7 stig
3.-6. Svanur - 7 stig
7.-8. Hálfdán - 4 stig
7.-8. Jón Eggert - 4 stig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 10:54
Boltinn: Vika 3 og 4
Það gleymdist víst að setja inn færslu eftir síðasta bolta, enda var ég í sárum. Sárt tap þá vikuna, sem reyndar er algerlega gleymt í kjölfar hins góða sigurs sem mitt lið landaði í gær.
Það skyggði þó talsvert á gleði undirritaðs í gærkvöldi þegar ég sleit lærið/nárann á mér í tvennt undir lok tímans. Hvort um er að ræða lærið eða nárann kemur betur í ljós í kjölfar læknisskoðunar í dag. Tel samt harla ólíklegt að ég verði leikfær í næsta tíma eða jafnvel næstu tímum. Súrt.
Hvað stöðuna varðar þá er sérstaklega gaman að sjá hversu stífar æfingar Svans í sumar hafa skilað sér. Einnig er það góð staðfesting á háum gæðum boltans að sjá nafn Hálfdáns í neðsta sæti, en hann er að mæta í boltann í fyrsta sinn í ár. Eðlilega tekur tíma að komast í takt við aðra spilara, enda er þetta háa tempó og þessi miklu gæði ekki eitthvað sem menn finna í Cheerios pakkanum á morgnana. Þetta snýst um æfingar.
Staðan e. viku 4
1.-5. Doddi - 7 stig
1.-5. Jón Ingi - 7 stig
1.-5. Markús - 7 stig
1.-5. Siggi - 7 stig
1.-5. Svanur - 7 stig
6.-7. Jón Eggert - 4 stig
6.-7. Stebbi - 4 stig
8. Hálfdán - 1 stig
Að lokum verður maður "boltans" valinn í þetta skipti en þar kemur einungis einn til greina. Stefán Helgi Jónsson lagði það á sig í gær að hringja í hvern einasta mann og minna á tímanlega mætingu. Skilaði þetta sér í því að allir leikmenn, að Stefáni sjálfum undanskildum, voru klárir 10 mínútum fyrir byrjun tímans, sem er vel. Stefán hins vegar mætti sveittur 10 mínútum of seinn með kvittun frá Hreyfli í rassvasanum. Kallinn hafði ekki fundið lyklana að bílnum og þegar hann sá í hvað stefndi var splæst í einkabílstjóra og brunað á staðinn. Held að klapp á bakið dugi ekki til að verðlauna menn sem leggja sig svona fram fyrir málstaðinn... Útnefningin á manni boltans er sárabót.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 18:22
Þetta hafðist. En þung voru síðustu skrefin...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2007 | 13:03
Morgunmatur þann 21. sept
Sælir félagar,
Ákvað að henda inn einni færslu til að minna á heimkomu þann 21. sept. Þetta verður reyndar í styttri kantinum eða rétt ein helgi og því best að nýta tímann. Hvað segja menn um tíma og staðsetningu? Er þetta bara Nordica eða hafa menn fundið betri "amerískan" morgunmat á Íslandi?
Líst vel á boltann hjá ykkur. Það lítur hins vegar út fyrir að Svanur greyjið sé á miður kunnuglegum stað. Ætli ég komi ekki heim um jólin og hjálpi karlinum að vinna einn leik svona eins og síðast ;)
Annars hefur maður verið iðinn við að bera út boðskap //Cybergs að undanförnu og var myndin að neðan einmitt tekinn við eitt slíkt tilefni.
Kv, RÁ
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.8.2007 | 10:21
Kilimanjaro hefur ekki hugmynd!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2007 | 01:50
Boston
Þá er maður mættur til Braintree. Hræddur um það. Ég átti von á að hótelið mitt væri nær miðborg Boston, en svo er klárlega ekki. En þetta er fínt, stutt á áfangastað, og við hliðina á hótelinu er fantafínt úrval af mörgu því besta sem sameinuð ríki Ameríku hafa upp á að bjóða; hér er m.a. risastór verslunarmiðstöð og allir hugsanlegir skyndibitastaðir veraldar. Fékk mér einmitt bita á barnum á Fridays áðan. Skemmtileg úthverfastemning hérna.
Já ég er að lifa því hér í Braintree.
Ætla að vakna klukkan sex í fyrramálið og taka lestina til Harvard og fá mér morgunmat. Leitt að Natalie er búin með sálfræðina. Leitt fyrir hana. Mjög leitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 11:54
Pælingar á sunnudagsmorgni
1. Ef ég hleyp bara nógu hægt þá kemst ég vonandi tíu kílómetrana næstu helgi
2. Ef ég labba nógu hægt þá kemst ég vonandi upp á Kilimanjaro tveimur helgum síðar
Svo erum við að plana síðustu átta dagana við miðbauginn. Tveir ólíkir kostir hér að neðan, báðir góðir:
Rólegheit á áhugaverðum stað eftir gönguna og safaríið...:
http://www.peponi-lamu.com/index.html
Ævintýri og frumskógarleikir, eftir gönguna og safaríið...:
http://www.gorillatours.com/home.html
Og klukkan er ekki einu sinni orðin tólf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up