23.5.2007 | 08:59
Snjór
Ég vil meina að Esjan eigi skilið Thule í dag. Þvílík frammistaða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 20:33
Takk fyrir okkur
Nýverið komu í heimsókn til mín fjórir ungir menn (og Gugga) og færðu dóttur minni veglegan 66° Norður galla með áletruninni Cyberg Jr. #3.
Hér má svo sjá Brynhildi Þórey í gallanum.
Takk fyrir okkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2007 | 22:45
Arrívadetsý !?
Það er langt síðan ég hef hlakkað svona mikið til að fara í nokkurra daga utanlandsferð. Ætti að vera mættur til Flórens annað kvöld. Ég er búinn að ákveða að gera margt skemmtilegt, og spáin er góð. Ég er meira að segja að sjóða saman geisladisk til að spila þegar ég bruna af stað á leigða Fíatnum! ... meðal titla eru hressandi og Fíatvænir tónar á borð við: "Lovely day" með Bill Withers,"Travelling Light" með Tindersticks, "Such Great Heights" með Postal Service, og fleiri góðir, jú og auðvitað "Romeo & Juliet" með Dire Straits ! Ég geri ráð fyrir því að fara á kostum þarna suðurfrá, á stéttum Flórens og í hlíðum Toscana. Kannski ég kalli mig Flórens. Og semji lagið "Flórens & Toscana". Rómeó hver. Þetta getur ekki klikkað.
Bloggar | Breytt 16.5.2007 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2007 | 19:45
Gleðilegan kjördag félagar! Skilaboð af andriki.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 00:39
glaður
nú er minn spenntur,
3 góðir hlutir eru í gangi núna, reyndar 4.
nr.1 er að ég er að klára prófin eftir helgi, og þá eru bara 2 kid stuff annir eftir í stjórnmálafræðinni.
nr. 2 er að ég er kominn með nýja vinnu, búinn að vera að vinna hjá Kapital í mánuð núna. sem producer/klippari/verkefnastjóri. að því tilefni mæli ég með að fólk kíki á www.kapital.is , sem ég myndi segja að væri dálítið leiðandi í því sem væri að fara að gerast á netinu á næstu mánuðum.
nr.3 er að ég er væntanlega að fara til Aþenu á Liverpool-Ac Milan, einhver breskur íþróttafréttamanna dúddi sá myndbandið mitt á youtube, http://www.youtube.com/watch?v=_5OqBHH8wTs . og leist bara það vel á það að ITV í bretlandi er að spá í að kaupa tökurnar sem ég tók þegar ég var á úrslitaleiknum í Istanbul 2005. vonandi góður peningur í því, fingers crossed, en ég er samt ekki ennþá byrjaður að díla um verð. svo kannski smá viðtal og svoleiðis á ITV sem getur ekki verið slæmt, nema ég drulli upp á bak...hehe
nr.4 er að Framsókn er að rífa sig upp úr skítnum, fólk er loksins farið að fatta að það vill ekki fólk í lopapeysum á þing, og fólki er ekki alveg sama þó það sé atvinnulaust. Reyndar búinn að vera nokkuð skemmtilegur mánuður, þar sem ég er búinn að vera að klippa og taka upp efni fyrir kosningarvef sjálfstæðisflokksins, sem fól meðal annars í sér skemmitlega heimsókn á heimi háttvirts Forsætisráðherra sem er alger herramaður, en ég er stuðningsmaður þar líka, þó atkvæði mitt verði Bé (afhverju eru svona margir feimnir við að viðurkenna það? þar verður breyting á þegar ég kemst á þing næst...hehe... aðeins að djúsa upp nettleikann í flokknum)
já svo er auðvitað júróvision um helgina með tilheyrandi tryllingi, sjáumst í bænum á laugardaginn, ég verð skærbrosandi gaurinn með græna bindið!
Later skater!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 23:03
Munger
"All I want to know is where I'm going to die so I'll never go there."
- Charlie Munger
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 10:31
Ronald
"It´s probably true that hard work never killed anyone - but why take the chance?"
- Ronald Reagan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2007 | 12:01
Take a moment...
Gerði mér í fyrsta sinn í mörg ár ferð í Kolaportið um daginn. Þar keypti ég gamla íslenska þýðingu á bók um líf og baráttu Martin Luther King, í máli og myndum. Hér að neðan er linkur í upptöku af frægustu ræðu hans í Washington. Ég hafði aldrei séð hana í heild sinni áður...
I have a dream....(Martin Luther King):
http://video.google.com/videoplay?docid=1732754907698549493
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2007 | 23:34
Fyndnir femínistar
Varð bara að skella þessu inn. Það má ekkert lengur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2007 | 11:50
Due east...
Ég er tilbúinn. Sit hér heima hjá mér á Týsgötunni, og nú vantar bara Atla, en hann mun sækja mig fyrir leiðangurinn. Svo tekur við; beikon og egg > kaffi > bensín > ríkið til að kaupa bjór handa stebba > gatorade eða powerade ásamt helstu nauðsynjum > og svo gangan á fjallið fagra yfir Fljótshlíðinni:
Já, Þríhyrningur er fjallið, fjallið sem Boris Jeltsin sagði eitt sinn að væri fegursta fjall á suðurhveli jarðar. Það er það svo sannarlega og það mun verða klifið. Og svo grill og gaman með cyberg félögum í bústaðnum. Þetta getur ekki klikkað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.4.2007 | 12:20
Hversu heitur verður kallinn
Ég held að orð fái því varla lýst hvernig stemmarinn verður þegar Atli Rafn lætur aftur sjá sig reglulega á skemmtistöðum borgarinnar.
Ég spái því að stemmningin verði eitthvað á þessa leið: http://video.google.com/videoplay?docid=-760820435866344019&q=fishing&hl=en
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2007 | 00:22
Summertime
Það er sumar í loftinu piltar. Ég hef fylgst með veðrinu nokkuð reglulega í rúmlega 26 ár, og reynsla mín og hæfileikar í málefnum háloftanna leiða mig að eftirfarandi niðurstöðu: Þetta verður gott sumar.
Og hvernig má byrja sumarið betur en í sjóðheitum plastpotti á suðurlandi Íslands með hópi karlmanna? Granted, mér gæti dottið ýmislegt í hug, en ég hlakka engu að síður mikið til sumarbústaðarferðar félagsins um helgina - er þetta ekki fjórða formlega bústaðarferðin? Held það bara.
Stefán Helgi Jónsson, sérfræðingur og hálf-maraþonhlaupari, hefur dregið vagninn í skipulagningu þessarar ferðar, og matarnefnd Ingólfs og Atla Rafns hefur byrjað betur en flestar nefndir. Ef einhvern tímann var ástæða til bjartsýni, þá var það einmitt þegar þú last þessa efnisgrein.
Talandi um bjartsýni og góðar veðurspár, þá vil ég deila með ykkur afreki síðasta sunnudags. En þá tók ég þá efnilegu ákvörðun að fara til Flórens og ítölsku ríveríunnar milli 16. og 21. maí. Meðal annars ætla ég að labba nokkuð þekkta gönguleið milli fimm bæja við klettótta vesturströndina. Það eru víst engir bílvegir í þessa bæi sem gerir þetta nokkuð skemmtilegt. Hér að neðan henti ég inn einni mynd af svæðinu.
Hræddur um það. Held ég verði ansi góður þarna, ef til vill örlítið tanaðari en heimamenn, en að öðru leyti eins og innfæddur - sötrandi eins og hálfa rauðvín yfir kvöldsólinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2007 | 23:01
Cyberg Junior #3
Stúlkan vóg tæpar 15 merkur og var 52 cm á lengd sem er nokkuð minna en flestir spáðu í ljósi hæðar foreldra. Algeng næsta spurning eftir spurningunni um líðan móður og barns hefur svo yfirleitt verið: Hvernig er hárið á litinn? Svo ég svari því hér þá er hárið í augnablikinu ekki rautt eins og flestir bjuggust við, heldur ljósskollitað. En mér skilst að slíkt breytist oft svo það er enn von!
Ég vil líka nota tækifærið hér og þakka fyrir hamingjuóskir sem okkur hafa borist bæði í gegnum síma og hér á síðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2007 | 16:47
Til hamingju Ísland...
... og Brjánsi og Karen með frumburðinn. Íslenska þjóðin er töluvert meiri fyrir vikið
Til lukku með stúlkuna!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2007 | 23:09
Sumarið
Gleðilegt sumar drengir! Ég hef trú á þessu sumri. Íslenskt sumar, hvað getur klikkað?
Hvernig er annars staðan á sumarbústaðarferðinni?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up