Leita í fréttum mbl.is

Vika 15

Ég átti alltaf eftir að henda inn stöðunni eftir síðasta boltatíma ársins. Þá vikuna mættu tveir sprækir "backup" spilarar, Baldvin og Nikki, sem báðir stóðu sig með prýði. Baldvin mætti þó sprækari og var mikilvægur í sigri síns liðs, sem samanstóð af honum, Hálfdáni, Jóni Inga og Svan.

Svanur mætti 20 mínútum of seint og rétt sleppur við að fá mínusstig. Þó er vert að geta þess að kallinn klikkaði aftur í aukabolta sem settur var upp á Þorláksmessu. Óafsakanlegt.

Staðan eftir viku 15

1.     Markús - 26 stig****
2.-3. Siggi - 23 stig
2.-3. Hálfdán -  23 stig
4.     Jón Ingi - 22 stig*
5.     Doddi - 20 stig
6.-7. Stebbi - 17 stig**
6.-7. Svanur - 17 stig
8.     Jón Eggert - 14 stig***

* Sex stig voru dregin af Jóni Inga fyrir fáránlega lélega frammistöðu í "backup" reddingu.
** Enn er til skoðunar hjá mótanefnd hvort aukastig verði veitt til Stefáns vegna tveggja góðra fórna í þágu boltans: leigubílaatviksins margfræga og piparkökubrotthvarfsins
*** Jón Eggert hefur sér ekkert til málsbóta
**** Mál Markúsar eru til skoðunar hjá lyfjanefnd boltans. Meira um það síðar. Það er afar grunsamlegt að Markús skuli hafa verið nánast samfleytt á toppnum í 3 ár. Í raun fáránlegt.


Boltinn vika 14

Ætlaði að vera löngu búinn að henda úrslitum síðustu viku hérna inn. Hér kemur þetta.

Sigur míns liðs í síðustu viku var nokkuð áreynslulítill. Mótherjarnir fundu ekki alveg taktinn og sumir hverjir virtust ekki einu sinni hafa fundið skóna sína fyrir tímann. Því fór það svo að við sigldum í höfn nokkuð auðfengnum þremur stigum og undirritaður styrkti stöðu sína í öðru sætinu. Eftirtektarverður er árangur Jóns Inga sem væri við toppinn ef hann kynni að nota reminder funksjónina í símanum sínum. Einnig er gaman að sjá hversu Hálfdán Gíslason virðist vera að koma sterkur inn eftir erfiða byrjun.

Aðspurður í síðustu viku um ástæður þess að hann er loks núna að ná sér á strik sagði hann: „Gæðin og hraðinn í þessum bolta eru einfaldlega það mikil að það tekur menn tíma að komast í takt við þetta“.

Það er hins vegar áhyggjuefni að sjá þá bakkabræður Jón Eggert og Svan á botninum og lítið útlit fyrir breytingu þar á. Síðasti tími ársins í kvöld og það lítur aftur út fyrir góða mætingu. Nú er mikilvægt að menn geri sitt til að sigla inn í nýja árið með sigur á bakinu.

Staðan eftir viku 14

1.     Markús - 26 stig****
2.     Siggi - 23 stig
3.     Hálfdán -  20 stig
4.     Jón Ingi - 19 stig*
5.-6. Doddi - 17 stig
5.-6. Stebbi - 17 stig**
7.-8. Svanur - 14 stig***
7.-8. Jón Eggert - 14 stig***

* Sex stig voru dregin af Jóni Inga fyrir fáránlega lélega frammistöðu í "backup" reddingu.
** Enn er til skoðunar hjá mótanefnd hvort aukastig verði veitt til Stefáns vegna tveggja góðra fórna í þágu boltans: leigubílaatviksins margfræga og piparkökubrotthvarfsins
*** Jón Eggert og Svanur hafa sér ekkert til málsbóta
**** Mál Markúsar eru til skoðunar hjá lyfjanefnd boltans. Meira um það síðar. Það er afar grunsamlegt að Markús skuli hafa verið nánast samfleytt á toppnum í 3 ár. Í raun fáránlegt.


Boltinn vika 13

Bolti í kvöld og það lítur út fyrir góða mætingu. Hef ekki haft mig í það að uppfæra stöðuna eftir síðustu viku enda fékk mitt lið harkalegan skell.

Staðan eftir viku 13

1.     Markús - 23 stig
2.     Siggi - 20 stig
3.-5. Doddi - 17 stig
3.-5. Stebbi - 17 stig**
3.-5. Hálfdán -  17 stig
6.     Jón Ingi - 16 stig*
7.-8. Svanur - 14 stig
7.-8. Jón Eggert - 14 stig***

* Sex stig voru dregin af Jóni Inga fyrir fáránlega lélega frammistöðu í "backup" reddingu.
** Enn er til skoðunar hjá mótanefnd hvort aukastig verði veitt til Stefáns vegna tveggja góðra fórna í þágu boltans: leigubílaatviksins margfræga og piparkökubrotthvarfsins
*** Jón Eggert og Svanur hafa sér ekkert til málsbóta


Boltinn - Update!

Jæja. Loksins vann ég aftur í boltanum og er því í skapi til að uppfæra stöðuna. Öllum að óvörum mætti Jón Ingi aftur. Það var vel.

Tek hérna uppfærslu síðustu tíma.

Eftir að hafa brugðist okkur í 9. viku ákvað Jón Ingi að klúðra málum aftur vikuna eftir og sendi engan mann fyrir sig. Spilað var með skiptimann í öðru liðinu sem klárlega dró svolítið úr stemningunni. Maður boltans þá vikuna var klárlega Jóhann Hilmar Hreiðarsson þjálfari sameinaðs liðs Dalvíkur og Árskógsstrandar. Hann sýndi takta sem minntu um margt á sænska miðjumanninn Ljubomir Vranjes og var mínu liði óþægur ljár í þúfu (Hvað er annars átt við með því??). Vranjes er að vísu handboltamaður en ekki líkindin í stjórnun spils og stimplun hjá þeim félögum voru augljós. Á endanum fóru leikar jafntefli og því hurfu menn nokkuð sáttir frá boltanum það kvöld.

Í viku 11. tókst sem betur fer að ná í Jón Inga og redda manni. Það gerði það að verkum að fjórir leikmenn léku í hvoru liði sem telst reyndar nokkuð hefðbundið. Sjálfur hafði ég búið mig undir leik með 3 gegn 3 og var því nokkuð úr takti við aðra leikmenn það kvöldið. Mitt lið beið lægri hlut, nokkuð óvænt.

Í kvöld var leikið af mikilli hörku og held ég að fullyrða megi að um mest spennandi leik vetrarins hafi verið að ræða. Markús var fjarri góðu gamni. Hann féll víst ansi harkalega í vikunni og er að glíma við eftirköstin. Aðrir fastamenn voru mættir auk Egils Skúla, sem verið hefur einn af virkari gestaspilurum vetrarins. Egill lék vel og átti stóran þátt í því að lið hans landaði sigri. Í lok tímans lá við að upp úr syði þegar tyrkneskir áhorfendur sem mættu í Álftamýrina hreyttu ónotum í nokkra leikmenn tapliðsins. Leikurinn var harður og var enn nokkur hiti í mönnum þegar þeir gengu til búningsherbergja. Mótanefndin mun fara vandlega yfir leikskýrsluna í vikunni og taka í kjölfarið ákvörðun um sektir og stigafrádrátt.

Staðan eftir viku 12

1.-2. Markús - 20 stig
1.-2. Siggi - 20 stig
3.-4. Doddi - 17 stig
3.-4. Stebbi - 17 stig**
5.-6. Svanur - 14 stig
5.-6. Hálfdán - 14 stig
7.     Jón Ingi - 13 stig*
8.     Jón Eggert - 11 stig***

* Sex stig voru dregin af Jóni Inga fyrir fáránlega lélega frammistöðu í "backup" reddingu.
** Enn er til skoðunar hjá mótanefnd hvort aukastig verði veitt til Stefáns vegna tveggja góðra fórna í þágu boltans: leigubílaatviksins margfræga og piparkökubrotthvarfsins
*** Jón Eggert hefur sér ekkert til málsbóta


Árshátíð 2008

Sælir félagar,

Hvað er að gerast með undirbúning fyrir árshátíðina 2008? Ég geri ráð fyrir að nefndin sé í miklum ham þessa dagana enda gríðarlega erfitt verkefni að standa jafnfætis nefnd síðasta árs :)

Marathon Man

IMG_4905

 


Vika 9

Jón Ingi, einn af gestaleikurum vetrarins, fær skömm í hattinn að þessu sinni. Hans varamaður brást, sem gerði það að verkum að einn mann vantaði í boltann í kvöld. Það er ávallt leiðinlegt.

Boltinn var líka frekar ójafn í kvöld og það er alltaf leiðinlegt. Svona Liverpool - Besiktas lykt af þessu öllu saman. Maður kvöldsins var klárlega Jón Eggert sem fór eins illa með dauðafæri og mögulegt er á fyrstu mínútum leiksins. Óvanalegt fyrir bombuna sem þekktur er fyrir að þenja netmöskvana þegar hann mundar hægri fótinn.

Staðan eftir viku 9

1.-2. Jón Ingi - 16 stig
1.-2. Siggi - 16 stig
3.-6. Markús - 13 stig
3.-6. Doddi - 13 stig
3.-6. Svanur - 13 stig
3.-6. Stebbi - 13 stig
7.     Hálfdán - 10 stig
8.     Jón Eggert - 7 stig


Endurkoma

Undirritaður hefur ekki mætt í boltann sl. 4 vikur og hefur saknað hópsins sárt. Nú er stefnt að endurkomu í kvöld, enda búið að sofa í súrefniskassa síðustu vikur. Ég hef haldið samviskusamlega utan  um stöðuna og hér að neðan eru úrslit síðustu vikna ásamt uppfærðri stöðu:

Úrstlit í 6. viku
Siggi (Matthías Guðmundsson spilaði), Jón Ingi (Frikki spilaði fyrir hann), Doddi (Guðni Ingvarss spilaði fyrir hann) og Svanur fóru með sigur af hólmi

Úrslit í 7. viku
Jón Eggert, Stebbi, Doddi og Jón Ingi unnu þá vikuna.

Úrslit í 8. viku
Siggi (Vignir spilaði fyrir hann), Svanur, Hálfdán og Markús unnu í síðustu viku.

Staðan e. viku 8
1.     Jón Ingi - 16 stig
2.-5. Markús - 13 stig
2.-5. Doddi - 13 stig
2.-5. Siggi - 13 stig
3.-5. Svanur - 13 stig
6.     Stebbi - 10 stig
7.-8. Hálfdán - 7 stig
7.-8. Jón Eggert - 7 stig


In rainbows

Eftir litla en mjög gefandi hlustun verð ég að mæla með nýju plötunni hjá Radiohead. Það er líka svo þrælskemmtilegt að kaupa plötuna og fá að ráða hvað maður borgar fyrir hana. 

En herramenn. Svo við snúum okkur að alvörunni. Október og rúmir tveir mánuðir í næstu árshátíð. Djöfullinn er maður að heyra það. Hverjir voru í nefndinni? 

 

 


Boltinn vika 5

Staðan e. viku 5
1.-2. Jón Ingi - 10 stig
1.-2. Markús - 10 stig
3.-6. Doddi - 7 stig
3.-6. Siggi - 7 stig
3.-6. Stebbi - 7 stig
3.-6. Svanur - 7 stig
7.-8. Hálfdán - 4 stig
7.-8. Jón Eggert - 4 stig


Boltinn: Vika 3 og 4

Það gleymdist víst að setja inn færslu eftir síðasta bolta, enda var ég í sárum. Sárt tap þá vikuna, sem reyndar er algerlega gleymt í kjölfar hins góða sigurs sem mitt lið landaði í gær.

Það skyggði þó talsvert á gleði undirritaðs í gærkvöldi þegar ég sleit lærið/nárann á mér í tvennt undir lok tímans. Hvort um er að ræða lærið eða nárann kemur betur í ljós í kjölfar læknisskoðunar í dag. Tel samt harla ólíklegt að ég verði leikfær í næsta tíma eða jafnvel næstu tímum. Súrt.

Hvað stöðuna varðar þá er sérstaklega gaman að sjá hversu stífar æfingar Svans í sumar hafa skilað sér. Einnig er það góð staðfesting á háum gæðum boltans að sjá nafn Hálfdáns í neðsta sæti, en hann er að mæta í boltann í fyrsta sinn í ár. Eðlilega tekur tíma að komast í takt við aðra spilara, enda er þetta háa tempó og þessi miklu gæði ekki eitthvað sem menn finna í Cheerios pakkanum á morgnana. Þetta snýst um æfingar.

Staðan e. viku 4
1.-5. Doddi - 7 stig
1.-5. Jón Ingi - 7 stig
1.-5. Markús - 7 stig
1.-5. Siggi - 7 stig
1.-5. Svanur - 7 stig
6.-7. Jón Eggert - 4 stig
6.-7. Stebbi - 4 stig
8.     Hálfdán - 1 stig

Að lokum verður maður "boltans" valinn í þetta skipti en þar kemur einungis einn til greina. Stefán Helgi Jónsson lagði það á sig í gær að hringja í hvern einasta mann og minna á tímanlega mætingu. Skilaði þetta sér í því að allir leikmenn, að Stefáni sjálfum undanskildum, voru klárir 10 mínútum fyrir byrjun tímans, sem er vel. Stefán hins vegar mætti sveittur 10 mínútum of seinn með kvittun frá Hreyfli í rassvasanum. Kallinn hafði ekki fundið lyklana að bílnum og þegar hann sá í hvað stefndi var splæst í einkabílstjóra og brunað á staðinn. Held að klapp á bakið dugi ekki til að verðlauna menn sem leggja sig svona fram fyrir málstaðinn... Útnefningin á manni boltans er sárabót.


Boltinn - Vika 2

Uppfærð staða í boltanum eftir tímann sl. þriðjudag. Held að hópurinn hafi aldrei verið í eins góðu standi og fáránlega hart tekist á í tímum. Enda var það þannig að síðasta tíma lauk með jafntefli eftir dramatískar og spennandi lokamínútur.

Staðan e. viku 2
1.-4. Doddi - 4 stig
1.-4. Jón Eggert - 4 stig
1.-4. Markús - 4 stig
1.-4. Siggi - 4 stig
5.-8. Hálfdán - 1 stig
5.-8. Jón Ingi - 1 stig
5.-8. Stebbi - 1 stig
5.-8. Svanur - 1 stig

 


Morgunmatur þann 21. sept

Sælir félagar,

Ákvað að henda inn einni færslu til að minna á heimkomu þann 21. sept. Þetta verður reyndar í styttri kantinum eða rétt ein helgi og því best að nýta tímann. Hvað segja menn um tíma og staðsetningu? Er þetta bara Nordica eða hafa menn fundið betri "amerískan" morgunmat á Íslandi?

Líst vel á boltann hjá ykkur. Það lítur hins vegar út fyrir að Svanur greyjið sé á miður kunnuglegum stað. Ætli ég komi ekki heim um jólin og hjálpi karlinum að vinna einn leik svona eins og síðast ;)

Annars hefur maður verið iðinn við að bera út boðskap //Cybergs að undanförnu og var myndin að neðan einmitt tekinn við eitt slíkt tilefni.

Kv, RÁ

Jackinn


Boltinn - vika 1

Boltinn hófst í síðustu viku og þennan veturinn er leikið í Álftamýrarskóla. Sem fyrr höfum við þurft að leita á náðir öflugra spilara til að fylla upp í hópinn og eru þeir Jón Ingi, Hálfdán Gíslason og Doddi skráðir í vetur.

Fyrsti tíminn olli engum vonbrigðum og ljóst að menn eru farnir að æfa stíft á sumrin til að koma í standi til leiks að hausti. Tempóið var rosalegt.

Fyrirkomulagið er einfalt. Dregið í lið í hverjum tíma og svo fást 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli. Að loknum fyrsta tíma er staðan eftirfarandi:

1.-4. Doddi
1.-4. Jón Eggert
1.-4. Markús
1.-4. Siggi
5.-8. Hálfdán
5.-8. Jón Ingi
5.-8. Stebbi
5.-8. Svanur

Næsti tími er í kvöld. Miðar seldir við innganginn og á síðunni midi.is


Kilimanjaro hefur ekki hugmynd!

bob

Gönguklíkan Bob áætlar að standa á tindinum innan tveggja vikna. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband