Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
26.9.2007 | 10:54
Boltinn: Vika 3 og 4
Það gleymdist víst að setja inn færslu eftir síðasta bolta, enda var ég í sárum. Sárt tap þá vikuna, sem reyndar er algerlega gleymt í kjölfar hins góða sigurs sem mitt lið landaði í gær.
Það skyggði þó talsvert á gleði undirritaðs í gærkvöldi þegar ég sleit lærið/nárann á mér í tvennt undir lok tímans. Hvort um er að ræða lærið eða nárann kemur betur í ljós í kjölfar læknisskoðunar í dag. Tel samt harla ólíklegt að ég verði leikfær í næsta tíma eða jafnvel næstu tímum. Súrt.
Hvað stöðuna varðar þá er sérstaklega gaman að sjá hversu stífar æfingar Svans í sumar hafa skilað sér. Einnig er það góð staðfesting á háum gæðum boltans að sjá nafn Hálfdáns í neðsta sæti, en hann er að mæta í boltann í fyrsta sinn í ár. Eðlilega tekur tíma að komast í takt við aðra spilara, enda er þetta háa tempó og þessi miklu gæði ekki eitthvað sem menn finna í Cheerios pakkanum á morgnana. Þetta snýst um æfingar.
Staðan e. viku 4
1.-5. Doddi - 7 stig
1.-5. Jón Ingi - 7 stig
1.-5. Markús - 7 stig
1.-5. Siggi - 7 stig
1.-5. Svanur - 7 stig
6.-7. Jón Eggert - 4 stig
6.-7. Stebbi - 4 stig
8. Hálfdán - 1 stig
Að lokum verður maður "boltans" valinn í þetta skipti en þar kemur einungis einn til greina. Stefán Helgi Jónsson lagði það á sig í gær að hringja í hvern einasta mann og minna á tímanlega mætingu. Skilaði þetta sér í því að allir leikmenn, að Stefáni sjálfum undanskildum, voru klárir 10 mínútum fyrir byrjun tímans, sem er vel. Stefán hins vegar mætti sveittur 10 mínútum of seinn með kvittun frá Hreyfli í rassvasanum. Kallinn hafði ekki fundið lyklana að bílnum og þegar hann sá í hvað stefndi var splæst í einkabílstjóra og brunað á staðinn. Held að klapp á bakið dugi ekki til að verðlauna menn sem leggja sig svona fram fyrir málstaðinn... Útnefningin á manni boltans er sárabót.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2007 | 18:22
Þetta hafðist. En þung voru síðustu skrefin...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2007 | 14:22
Boltinn - Vika 2
Uppfærð staða í boltanum eftir tímann sl. þriðjudag. Held að hópurinn hafi aldrei verið í eins góðu standi og fáránlega hart tekist á í tímum. Enda var það þannig að síðasta tíma lauk með jafntefli eftir dramatískar og spennandi lokamínútur.
Staðan e. viku 2
1.-4. Doddi - 4 stig
1.-4. Jón Eggert - 4 stig
1.-4. Markús - 4 stig
1.-4. Siggi - 4 stig
5.-8. Hálfdán - 1 stig
5.-8. Jón Ingi - 1 stig
5.-8. Stebbi - 1 stig
5.-8. Svanur - 1 stig
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 13:03
Morgunmatur þann 21. sept
Sælir félagar,
Ákvað að henda inn einni færslu til að minna á heimkomu þann 21. sept. Þetta verður reyndar í styttri kantinum eða rétt ein helgi og því best að nýta tímann. Hvað segja menn um tíma og staðsetningu? Er þetta bara Nordica eða hafa menn fundið betri "amerískan" morgunmat á Íslandi?
Líst vel á boltann hjá ykkur. Það lítur hins vegar út fyrir að Svanur greyjið sé á miður kunnuglegum stað. Ætli ég komi ekki heim um jólin og hjálpi karlinum að vinna einn leik svona eins og síðast ;)
Annars hefur maður verið iðinn við að bera út boðskap //Cybergs að undanförnu og var myndin að neðan einmitt tekinn við eitt slíkt tilefni.
Kv, RÁ
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.9.2007 | 09:42
Boltinn - vika 1
Boltinn hófst í síðustu viku og þennan veturinn er leikið í Álftamýrarskóla. Sem fyrr höfum við þurft að leita á náðir öflugra spilara til að fylla upp í hópinn og eru þeir Jón Ingi, Hálfdán Gíslason og Doddi skráðir í vetur.
Fyrsti tíminn olli engum vonbrigðum og ljóst að menn eru farnir að æfa stíft á sumrin til að koma í standi til leiks að hausti. Tempóið var rosalegt.
Fyrirkomulagið er einfalt. Dregið í lið í hverjum tíma og svo fást 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli. Að loknum fyrsta tíma er staðan eftirfarandi:
1.-4. Doddi
1.-4. Jón Eggert
1.-4. Markús
1.-4. Siggi
5.-8. Hálfdán
5.-8. Jón Ingi
5.-8. Stebbi
5.-8. Svanur
Næsti tími er í kvöld. Miðar seldir við innganginn og á síðunni midi.is
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up