Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
29.6.2007 | 01:38
gunther
sælar og sælir,
ég veit það er útilega framundan en ég er búinn að vera að möndla smá skít í milliveginum (in the mid way) .....
... semsagt þá er ég að fara að stauja kortið mitt fyrir Gunther 1. Septmember og ykkur (cyberg meðlimum) er öllum boðið.
svo við skulum segja að 1. sept sé dagur daganna fyrir sæberg.
hlakka til að sjá ykkur alla þar.
: hér eru meðfylgjandi nokkur video af gaunum sem mun trylla lýðinn.
http://youtube.com/watch?v=v3sNARLNu_Y
http://youtube.com/watch?v=YhTfYaYL01Q
http://youtube.com/watch?v=K9lR5Uz-s4g&mode=related&search=
http://youtube.com/watch?v=46T35NlaPG0&mode=related&search=
ps farið inn á youtube.com og leitið að gunther!!!!
ef þið getið ekki horft þá er nafnið; kristinnsvanur
og lykilorðið : center
kv ,
Svanur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 22:38
Þeir voru dagarnir
Ég rambaði inn á nýja vefsíðu Silfur Egils, þar sem Egill skrifar um nýja bók um Churchill:
http://eyjan.is/silfuregils/category/oflokka%c3%b0/
Það sem mig langaði, í framhaldi af því, að linka á er þessi ræða Churchill hér að neðan. Það þarf að leggja nokkuð vel við hlustir, en það er ansi magnað að geta bara flett svona tímamótaræðum upp á netinu...
http://www.youtube.com/watch?v=belzgoxfayo
Hlustið á þetta. Og farið svo að hugsa um útileguna um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2007 | 12:23
Rólegir dagar
Það er rólegt yfir síðunni. Það á líka að vera rólegt hérna yfir sumartímann. Menn dvelja langtímum úti í góða veðrinu og munda göngustafi, golfkylfur og veiðistangir. Sumir renna fyrir í ám landsins, aðrir henda út neti á laugaveginum og enn aðrir reyna beituna á suðrænum slóðum. Summertime.
En hvernig er það... Eru menn á leið í útilegu?
Hvert verður farið? Hvað verður gert? Hver sér um tréið? Hverjir fara með?
Er ekki málið að vekja þetta "kommentakerfi" til lífsins?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2007 | 00:07
Líf annarra - og Ye men, einhver?
Herrar mínir og frúr.
Í kvöld fór ég í bíó. Sá kvikmyndina Líf annarra, sem er þýsk og ber þýskan titil sem ég myndi klúðra. Eflaust eru mörg ykkar, og sem allra flest vonandi, búin að sjá þessa mynd. Mér fannst hún einstaklega góð, allt við hana, meira að segja tungumálið. Mjög áhrifamikil. Sjáið hana. Sjáið hana. Sjáið hana.
Fyrr í vikunni var ég í París. Fór þangað í gegnum London og var samanburðurinn mjög París í hag. Ef ég væri í þannig skapi og þannig skapaður hefði ég samið lagið Pilsin í París um þessa stuttu heimsókn. Ó já... brosmild hjólandi pils í sólinni (það gleður nánast alltaf aumt augað), hugsandi pils sitjandi á bekkjum, þreytt pils í lestum á leið úr vinnunni, sæt pils að afgreiða mig á kaffihúsi, gul pils, græn pils, hvít pils, stutt pils, síð pils... það er bara eitthvað við París í volgri sólinni.
General Hamid Omer
Seint á miðvikudagskvöldið fór ég á hótelbarinn til að sækja tvo bjóra fyrir mig og Hákon. Aldrei þessu vant kom ég til baka með hershöfðingja. Já þetta kvöld kynntist ég Hamid Omer, hershöfðingja í flugher Yemen á sunnanverðum Arabíuskaga. Hamid er brosmildur og vel haldinn maður um sextugt og áttum við afar skemmtilegt spjall. Hamid vissi ýmislegt um Ísland og hafði frá ýmsu að segja um sitt merkilega land. Ég las einmitt bók sem gerist í Yemen á dögunum, Motoring with Mohammed, sem Hamid hafði einmitt lesið líka. Alveg frá því að ég las þessa bók hef ég verið að gæla við þá hugmynd að heimsækja þetta land. Og mig grunar að Hamid sé einmitt rétti maðurinn til að þekkja þegar maður heimsækir Yemen. Í umræddri bók verður sögumanninum tíðrætt um gestrisni heimamanna, og við Hákon fengum að finna fyrir gestrisnum faðmi hershöfðingjans. Þannig er ég nú með einlægt boð um gistingu á heimili Hamids í Sana´a, höfuðborg Yemen, "whenever you want! I´m retiring so you have to come and visit me". Hann nefndi að húsið væri á sjö hæðum þannig að það væri nægt pláss fyrir mig og vini mína. Held ég setji þetta á fimm ára planið. Jafnvel þriggja ára planið.
Ég veit ekki með yemenska herinn, en Hamid er óvitlaus og sjarmerandi maður, og við látum hans ágætu orð vera þau síðustu sem hér verða skrifuð í kvöld:
"People are always building houses. I enjoy much more building friendships."
Sana´a í Yemen er annars ansi mögnuð borg. M.a. á heimsmynjaskrá UNESCO:
Bloggar | Breytt 25.6.2007 kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 10:09
Getraun vikunnar
Hvað eiga þessi lönd sameiginlegt:
Grænhöfðaeyjar
Kúba
Írak
St. Vincent / Grenadines
Gabon
Kanada
Frakkland
????????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.6.2007 | 12:46
Tryggingafélög
Vil bara koma því á framfæri að ef það er brotist inn í bílinn ykkar, þar sem notaður er lykill sem er nógu líkur lyklinum af bílnum að hann virkar og fartölvunni ykkar stolið, þá er ekki nóg að kalla lögguna á svæðið, taka skýrslu og tilkynna það til tryggingafélagsins ykkar.
"Rétti" hluturinn er semsagt að keyra bílinn heim í innkeyrslu heima hjá ykkur, brjóta rúðu um miðja nótt, eða fá einhvern til að brjóta rúðuna, kalla svo á lögguna og þá fær maður tölvuna bætta.
Munið þetta grísalingar,
kveðja,
Svanur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2007 | 23:47
Rennandi blautur og góður dagur
Það var eitthvað hressandi við rigninguna í dag.
Nema það hafi verið kaffið á nýja kaffistaðnum á Skólavörðustígnum klukkan átta í morgun.
Nei það var rigningin. Í hvert skipti í dag sem ég gekk út í rigninguna fannst mér hún hressandi. Og mér finnst rigning alls ekki alltaf hressandi. Ég var meira að segja frekar kátur með regnið áðan þegar ég stóð úti, á móti fossinum, að fylla bensín á bílinn fyrir 6.500 kall.
Já hún vakti mig rigningin. Og þetta er góður tími til að vakna. Svona í upphafi sumars. Eða rétt áður en sumarið byrjar, eða hvernig sem það nú verður. Ekki það að ég hafi verið steinsofandi áður, en er maður ekki alltaf sofandi að einhverju leyti?
Það sem ég er að reyna að segja er að ég er vakandi. Glaðvakandi. Og mér finnst rigningin góð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2007 | 23:36
Morgunmatur
Morgunmatur á fimmtudaginn og útlit fyrir 100% mætingu. Það væri afrek og jafnframt virkilega skemmtilegt.
En hvað segja menn með læsinguna á síðunni. Er einhver stemning fyrir því?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2007 | 23:34
Óhugguleg frétt
Kiddi, Brjánsi. Mér líst ekkert á þetta. Maður þakkar fyrir að Kiddi er Strawberry Blonde og 2 metrana hans Brjánsa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up