Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
26.5.2007 | 06:50
hvað segið þið um þetta?
Sýrlenska reynslan held ég að hafi spilað dálítið þarna inn. Því eftir að hafa verið stungið í fangaklefa svona 25 sinnum á Sýrlandi var ég byrjaður að rífa kjaft. Og satt best að segja þá virkaði það. Ég vissi reyndar alltaf að ef það kæmi að Jack Bauer mómentum þá hafði ég ákveðnar setningar tiltækar eins og hey don´t fuck with me I know the president of Iceland og Hey take that electric thing off my balls, I´ve got friends in high places in the World Whale Commission
kveðja,
Svanur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 12:17
DAGURINN Í DAG!
Ég er ekki í Aþenu, djöfullinn hafi það!
Framsókn er ekki í ríkisstjórn, djöfullinn hafi það!
Itv keypti myndbandið mitt, en ég er ekki ríkur, djöfullinn hafi það!
Hinsvegar er ég hamingjusamur, spenntur og gersamlega að fíla daginn í dag, sem er virkilega góður dagur! djöfullinn hafi það!
mæli með 2 linkum til að koma sér í stuðið!
þar sem er boðið upp á 3 útgáfur af laginu okkar, m.a. með Sinatra og Elvis auk hinna einu sönnu Gerry and the Pacemakers.
og síðast en ekki síst, þá er það myndbandið mitt, sem ég er að skoða í fyrsta skipti í dag síðan ég setti það á netið, og ég er með tárin í augunum af gleði, upprifjun og hrifningu.
http://youtube.com/watch?v=_5OqBHH8wTs
C´MON YOU FUCKING REDS, YNWA!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 09:37
Álagsmeiðsli
Er að glíma við erfið álagsmeiðsli. Setti nýverið af stað stíft æfingaprógram í gítarleik og er sár á þremur fingrum vinstri handar. Virkilega sár. Verði ég svo lánsamur að geta glamrað mig í gegnum eitt lag fyrir árslok verð ég meira en sáttur. Þetta er klárlega flóknara en ég hélt.
Tók gott hlaup í gær með hlaupahópi Glitnis, Stebba og Guggu. Það verður seint sagt að það sé gaman að hlaupa, en það er vissulega gefandi. Við skiluðum okkur í mark á endanum og nú er ég bjartari en áður að ég nái að skila mér í mark að loknum hálfmaraþoninu í ágúst. Það er ljóst að ég mun ekki vanmeta vinnuna við að setja saman "playlistann" í iPodinum fyrir það hlaup. Hann verður mikilvægari en skórnir.
Annars langaði mig að varpa fram þeirri spurningu hvort við ættum að fara að dæmi Tönsberg stelpnanna og læsa síðunni okkar? Ég held að það gæti verið gaman að prófa það. Fjölmargir lesendur síðunnar verða bara að vera óhræddir við að óska eftir lykilorðinu....
Já eða nei í kommentakerfinu fram til morgundagsins!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 08:59
Snjór
Ég vil meina að Esjan eigi skilið Thule í dag. Þvílík frammistaða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 20:33
Takk fyrir okkur
Nýverið komu í heimsókn til mín fjórir ungir menn (og Gugga) og færðu dóttur minni veglegan 66° Norður galla með áletruninni Cyberg Jr. #3.
Hér má svo sjá Brynhildi Þórey í gallanum.
Takk fyrir okkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2007 | 22:45
Arrívadetsý !?
Það er langt síðan ég hef hlakkað svona mikið til að fara í nokkurra daga utanlandsferð. Ætti að vera mættur til Flórens annað kvöld. Ég er búinn að ákveða að gera margt skemmtilegt, og spáin er góð. Ég er meira að segja að sjóða saman geisladisk til að spila þegar ég bruna af stað á leigða Fíatnum! ... meðal titla eru hressandi og Fíatvænir tónar á borð við: "Lovely day" með Bill Withers,"Travelling Light" með Tindersticks, "Such Great Heights" með Postal Service, og fleiri góðir, jú og auðvitað "Romeo & Juliet" með Dire Straits ! Ég geri ráð fyrir því að fara á kostum þarna suðurfrá, á stéttum Flórens og í hlíðum Toscana. Kannski ég kalli mig Flórens. Og semji lagið "Flórens & Toscana". Rómeó hver. Þetta getur ekki klikkað.
Bloggar | Breytt 16.5.2007 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2007 | 19:45
Gleðilegan kjördag félagar! Skilaboð af andriki.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2007 | 00:39
glaður
nú er minn spenntur,
3 góðir hlutir eru í gangi núna, reyndar 4.
nr.1 er að ég er að klára prófin eftir helgi, og þá eru bara 2 kid stuff annir eftir í stjórnmálafræðinni.
nr. 2 er að ég er kominn með nýja vinnu, búinn að vera að vinna hjá Kapital í mánuð núna. sem producer/klippari/verkefnastjóri. að því tilefni mæli ég með að fólk kíki á www.kapital.is , sem ég myndi segja að væri dálítið leiðandi í því sem væri að fara að gerast á netinu á næstu mánuðum.
nr.3 er að ég er væntanlega að fara til Aþenu á Liverpool-Ac Milan, einhver breskur íþróttafréttamanna dúddi sá myndbandið mitt á youtube, http://www.youtube.com/watch?v=_5OqBHH8wTs . og leist bara það vel á það að ITV í bretlandi er að spá í að kaupa tökurnar sem ég tók þegar ég var á úrslitaleiknum í Istanbul 2005. vonandi góður peningur í því, fingers crossed, en ég er samt ekki ennþá byrjaður að díla um verð. svo kannski smá viðtal og svoleiðis á ITV sem getur ekki verið slæmt, nema ég drulli upp á bak...hehe
nr.4 er að Framsókn er að rífa sig upp úr skítnum, fólk er loksins farið að fatta að það vill ekki fólk í lopapeysum á þing, og fólki er ekki alveg sama þó það sé atvinnulaust. Reyndar búinn að vera nokkuð skemmtilegur mánuður, þar sem ég er búinn að vera að klippa og taka upp efni fyrir kosningarvef sjálfstæðisflokksins, sem fól meðal annars í sér skemmitlega heimsókn á heimi háttvirts Forsætisráðherra sem er alger herramaður, en ég er stuðningsmaður þar líka, þó atkvæði mitt verði Bé (afhverju eru svona margir feimnir við að viðurkenna það? þar verður breyting á þegar ég kemst á þing næst...hehe... aðeins að djúsa upp nettleikann í flokknum)
já svo er auðvitað júróvision um helgina með tilheyrandi tryllingi, sjáumst í bænum á laugardaginn, ég verð skærbrosandi gaurinn með græna bindið!
Later skater!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.5.2007 | 23:03
Munger
"All I want to know is where I'm going to die so I'll never go there."
- Charlie Munger
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 10:31
Ronald
"It´s probably true that hard work never killed anyone - but why take the chance?"
- Ronald Reagan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up