Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
26.1.2007 | 14:09
Kjánahrollur
Ég hef ekki fengið svona mikinn kjánahroll síðan ég horfði á íslenska bachelor þáttinn. Þetta er slæmt!
http://www.youtube.com/watch?v=tYk-X1ttkbI&eurl=
spurning hvort það ætti að athuga hvort herbalife skemmi eitthvað meira en nýrun í fólki?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2007 | 13:06
Beygjur geta verið erfiðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2007 | 22:09
Til að lesa - meistari Warren Buffet
Hvet ykkur mjög eindregið til að lesa þessar blaðsíður. Þetta eru svör Warren Buffets við alls konar spurningum. Og þetta er alls ekki bara fyrir fólk með brennandi áhuga á viðskiptum eða fjárfestum.
http://mba.tuck.dartmouth.edu/pages/clubs/investment/WarrenBuffett.html
Snilld - Buffet on two-part questions:
"There was an older couple I knew, and they were what you would call romantically challenged. One night they sat down for an intimate dinner with candles and wine, and the wife felt stirrings she hadn't felt in a long time. She suggested to her husband that they go upstairs and make love. He replied 'I can do one or the other but not both.' That's sort of how I think about two-part questions."
Njótið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.1.2007 | 20:08
Babu
Ég er búinn að vera í basli við þreytu á föstudögum í desember og janúar. Þessi þreyta virðist vera sérstaklega bundin við föstudaga sem er svolítið sérstakt, því að meintar orsakir þreytunnar; vinna og nýupptekin heilsurækt, er ekkert sérstaklega bundin við þennan vikudag.
Segi sjálfum mér að ég komist yfir þetta þreytuskeið heilsuátaksins. Hugsa að það gerist í næstu viku, og að þar með, og um alla framtíð verði ég orkumesti einstaklingur höfuðborgarinnar. Ég er meðal annars farinn að kaupa mér kraftboost próteinþeytinga, til að halda mér gangandi. Þeir virka ekkert sérstaklega vel ennþá, en kosta slatta. Og svo hef ég aukið kaffidrykkjuna gríðarlega, vegna þreytunnar, sem er einmitt tilkomin vegna átaksins til að útrýma þreytunni. Flókið mál, en markmiðið er að þetta átak skili mér upp á hæsta tind Afríku síðla sumars. Hugsa að ég kæmist í ca. 3.100 metra hæð m.v. núverandi heilsu. Þarf að komast í 5.900m.
Í kvöld tek ég mér pásu í átakinu, þótt ég sé enn ekki alveg búinn að hrista af mér föstudagsþreytuna. Er búinn að opna flösku af rauðvíni. Á miðanum á flöskunni er mynd af engli, fallegri konu með vængi. Smekkleg teikning á smekklegu kvöldi.
Ég er að fara í veislu. Mitt kvöld framundan. Mitt kvöld. Whúhú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2007 | 19:26
Árshátíðin
Ég bætti við nokkrum myndum frá Rabba í árshátíðaralbúmið. Setti líka tengil á síðuna hjá kallinum hér til hægri en þar eru fleiri myndir frá deginum góða.
Hvet líka meðlimi til að lesa um síðustu raunir Rafns í Stóra eplinu þar sem kallinn var miðpunkturinn í einhverju stærsta "Fake identity máli" síðari ára :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 15:34
Boltinn í kvöld
Bolti í kvöld og þegar orðið uppselt í íþróttasal Ingunnarskóla.
Við Jón ákváðum að setja auka pressu á leikinn og ég ákvað bara að hafa þetta skriflegt og opinbert hérna á síðunni. Sem sagt, hefur verið sett í gang veðmál á milli mín og bombunnar... Ekki nóg með að ég telji mörkin í kvöld heldur verður haldið utan um klobbana líka. Þetta verður rosalegt! Býst við því að Markús komist á sigurbraut á ný í kvöld.
MSN Veðmálið:
Jón Eggert 440/844 4469 says:
mættu með legghlífar!
Siggi says:
úúúú
Jón Eggert 440/844 4469 says:
(##$$)
Siggi says:
gæti alveg eins sagt þér að strengja net á milli lappanna á þér
Siggi says:
djöfull sem ég á eftir að klobba þig
Jón Eggert 440/844 4469 says:
einmitt
Jón Eggert 440/844 4469 says:
(sl1)
Jón Eggert 440/844 4469 says:
100 kall fyrir hvern klobba sem þú nærð
Siggi says:
díll... gildir fyrir þig líka
Jón Eggert 440/844 4469 says:
done
Ég set inn report um málið að boltanum loknum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.1.2007 | 22:58
Árshátíðin frá A-Z
Það er bölvuð synd að enginn skuli hafa fengið sig til að henda inn færslu um árshátíðardaginn ennþá. Dagurinn eftir hjá Kidda að vísu góður en "for the sake of documenting" þá ætla ég að hripa aðeins niður mína upplifun. Ég sá það sem meðlimur nefndarinnar að það er ómetanlegt að geta gripið í síðuna þegar árið er rifjað upp í skýrslugerð. Hef líka hent hérna inn nokkrum myndum sem ég tók frá Brjánsa en eðli málsins samkvæmt fór ég afskaplega varlega í það mál. Dagurinn var a.m.k. góður, um það verður ekki deilt. Hvort hann stóð undir væntingum manna er síðan eitthvað sem hver og einn verður að gera upp við sjálfan sig. Fyrir þá sem ekki voru á staðnum og fyrir þá sem muna ekki eftir að hafa verið á staðnum fylgir ferðasagan.
Mikið hefur verið gert úr undirbúningi nefndarinnar enda var það ætlun okkar að reyna að byggja upp eins mikinn spenning fyrir deginum og kostur væri. Sé mið tekið af fiðringnum í loftinu þegar menn tíndust inn til Jóns í morgunsárið tókst okkur það vel. Við komumst fljótt að þeirri niðurstöðu að gaman væri að brjóta aðeins upp formið á hátíðinni og hafa þetta í óvissu þetta árið. Eftir það var unnið markvisst að því að finna hentuga dagskrárliði sem þó myndu ekki keyra allan kraft úr mönnum. Myndbönd tekin um klukkan 2 á árshátíðarnótt sýna líka að menn voru þá enn í fullu fjöri og farnir að radda lög sem þeir höfðu aldrei heyrt áður. Má því gera ráð fyrir að blandan hafi verið nokkuð vel heppnuð.
Eftir góðan fund og morgunmat hjá Jóni fengu menn "survival kit" í hendurnar sem leggja átti grunninn að góðum degi. Stuttu síðar mætti Kristján frá Hópbílum á 30 manna Sing Star/DVD rútu sem þjónaði hópnum vel yfir daginn. Verður að telja líklegt að slíkur farkostur sé sá mælikvarði sem unnið verður út frá á komandi árshátíðum þegar kemur að því að flytja menn á milli staða. Með uppáhalds DVD diskinn hans Kristjáns í tækinu brunuðum við í átt að Melaskóla þar sem tekið var á móti okkur með sverð og brynjur enda skyldi slegist til síðasta blóðdropa undir öruggri handleiðslu landsliðsins í skylmingum. Það kom flestum á óvart þegar úrslitin voru gerð upp að ég skyldi vera í síðasta sæti. Ég horfði á "Three Muskateers" um árið og hef séð allar "Highlander" myndirnar þ.a. maður hlýtur að spyrja sig hvort ekki hafi verið eitthvað óeðlilegt í dómgæslunni þennan daginn. En Markús (kemur á óvart) sigraði Jón í úrslitum, í heiftarlegum bardaga sem minnti allt í senn á opnunaratriðið í "Braveheart" og lokaatriðið í "Finding Nemo". Hæfileikar toppmannanna voru ógnvekjandi. Að loknu virkilega skemmtilegu skylmingamóti var síðan haldið í smá rúnt um bæinn til að menn gætu svalað þorstanum og spurt sig hvað tæki við næst. Í rútunni velti ég því fyrir mér hvort skylmingar væru rökrétt framhald knattspyrnuferilsins. Eftir upprifjun á væntum félagsskap innan landsliðsins og þeirrar stundar þegar úrslitin voru tilkynnt hætti ég snögglega við slíkar áætlanir. En það er gaman að skylmast.
Rútan stöðvaði næst í Bláa Lóninu þar sem tvær drottningar í bikiníum (innan undir vetrarklæðum) tóku okkur í gæðanudd. Ég heyrði ekki annað en menn væru sáttir með þjónustuna og sérstaka ánægju mátti greina úr andlitum einhleypra meðlima sem flestir fengu sérstakan bónus (e. happy ending) að klappinu loknu. Eftir nuddið góða var boðið uppá freyðivín og ávexti og síðan hófu menn að taka sig til fyrir hápunkt dagsins: Sing Star mót //Cyberg. Bláa Lónið olli mér engum vonbrigðum þó svo ljóst sé að útbúa verður sérstakt svæði fyrir Þjóðverjana sem geta ekki haldið sér í skýlunum í vatninu...
Við vorum flottir í Sing Star og mæli ég með því að taka lagið á Reykjanesbrautinni. Ég mæli hins vegar ekki með því að syngja Queen lag. Það er erfitt. Þegar keppnin hófst kom það engum á óvart hversu öflugir meðlimir eru þegar kemur að sönglistinni. Það sem hins vegar kom á óvart var sigur Kristins á Jóni "Mercury" og síðan öruggur og áreynslulítill sigur Rabba í mótinu. Eftir sigrana góðu sungu félagarnir það sem eftir lifði kvölds. Og þeir höfðu efni á því. Þessir tveir sýndu ásamt nokkrum öðrum að Jón þarf litlar áhyggjur af hafa af því að finna bakraddasöngvara þegar diskurinn hans fer í framleiðslu á næsta ári.
Jæja. Kvöldið, maturinn og gleðskapurinn fram eftir nóttu var síðan klúbbnum sæmandi. Myndin, skýrslan og dansinn hans Svans settu punktinn yfir i-ið og held ég að óhætt sé að segja að árshátíðarnefnd næsta árs bíði verðugt verkefni.



Takk fyrir mig.
Bloggar | Breytt 19.1.2007 kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2007 | 23:50
Dagurinn á eftir (frá því á sunnudaginn...)
Að segja að árshátíðarnefnd hafi staðið sig vel þetta árið væri gróf móðgun við nefndarmenn, það ætti að ramma inn þessa frammistöðu í gulli og skreyta ramman með demöntum. (Hvernig segir maður understatement á íslensku?) Þvílíkur dagur. Skipulagningin, sem og skemmtunin, var með eindæmum vönduð og var, svo maður noti orð ársins og vitni í tónlistarstjórann; stórkostlega stórkostleg.
Eftir árshátíðina í fyrra missti ég lyklana mína síðla nætur og svaf í rúmgóðum sófa Jóns á Garðastrætinu. Ég átti þar glæsilegan svefn og fékk mér pítsu daginn eftir á hinum alræmda pítsustað við Ingólfstorg. Þetta árið komst ég inn heima hjá mér, en um miðjan daginn eftir fékk ég mér gönguferð á Garðastrætið. Ég þurfti að sækja bílinn minn þangað og renna svo upp í fjöll til Sigga að sækja dótið sem varð eftir í Veisluhvarfi.
Ég man eftir tvennu frá þessari gönguferð: Hinum sérstöku og miklu harðsperrum eftir skylmingar gærdagsins, og því hversu ræfilslegt jólatré borgarinnar er á Austurvelli. Þeir senda þessi tré eflaust hlæjandi Norðmennirnir í vinaborginni okkar þar eystra. Þetta þarf að bæta.
Að eyða 45 mínútum í Mjóddinni - á sunnudegi í janúar...
Var ekki upp á mitt skarpasta. Þannig hringdi ég ekki í Sigga á undan til að athuga hvort að fjölskyldan væri heima, við Elliðavatnið, þegar ég næði í dótið. Kom sum sé að læstum dyrum og enginn svaraði símum. Góð ráð dýr, og útlit fyrir annan timbraðan akstur samdægurs, upp á hálendi Sigurðar. Ég fékk þá snilldarhugmynd á heimleiðinni að stoppa í bakaríinu í Mjóddinni, drepa tíma og sjá hvort Siggi myndi hringja í mig eða svara símanum.
Í Mjóddinni átti ég feikilega stórkostleg þrjú korter. Drakk kolsvart kaffi við borð í bakaríinu, og borðaði gulrótarköku, innan um fjölskyldur frá Austur Evrópu. Hafði gleymt gleraugunum, þannig að ég starði bara út í loftið og ryfjaði upp gærdaginn. Leiddi reyndar líka hugann að kynlífi með afgreiðslustúlkunni. Eftir kaffið og vonda kökuna svarar Siggi símanum og segir mér hlæjandi að hann verði kominn heim eftir rúmar tuttugu mínútur. Það voru góðar fréttir. Ákvað þá að rölta um Mjóddina innanverða, og komst að því að til eru betri staðir til að drepa tímann. Mér datt í hug að fara í passamyndaklefann, en hann reyndist vera bilaður. Skellti mér þá í Nettó. Ég eyddi góðum tíma þar, og keypti mér meðal annars einnota dúk.
Allavega þá er ársskýrslan líka hin vandaðasta skemmtun, allt að því stórkostleg lesning á klósettferðum mínum þennan sunnudaginn. Hlakka til að eignast videóið, og hlakka til næstu árshátíðar!
Takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.1.2007 | 22:50
//Cyberg boltinn
Boltinn hefst á morgun. Rabbi mætir sem gestaspilari og er vænst mikils af kallinum sem hefur hlaupið upp og niður Manhattan í allan vetur.
Ég uppfærði stöðuna. Markús er enn með fullt hús. Koma svo strákar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2007 | 22:12
Til hamingju Brjánn!
Varnartröllið Brjánn Guðni Bjarnason á afmæli í dag. Kappinn fyllir nú 27 ár og bakkar það upp með góðum 2 metrum og fallegum rauðum makka. Brjánn er einnig meðlimur hinnar margrómuðu árshátíðarnefndar og drengur góður.
Til hamingju Brjánn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up