Leita í fréttum mbl.is

Boltinn: Vika 16

Sl. viku hef ég veriđ ađ herđa mig upp í ţađ ađ skrifa um síđasta tíma í boltanum. Ţetta var svona tími sem mađur vildi helst gleyma, en stigatöflunnar vegna er ţađ ekki hćgt og ţví kemur hér stađan eftir tímann.

Mönnum var afar heitt í hamsi á ţriđjudaginn og mátti oft litlu muna ađ ökklar, nef eđa höfuđkúpur brotnuđu. Á einhvern óskiljanlegan hátt komust ţó flestir nokkuđ heilir frá tímanum, sem er vel. Hinn dagfarsprúđi Hálfdán Gíslason hefur ţó veriđ hálf lemstrađur alla vikuna eftir misheppnađa tilraun til svokallađrar íshokkítćklingar en síđustu fregir herma ađ hann verđi klár í slaginn á ţriđjudag. 

Um orsakir ţess ađ svo hart var tekist á ţess vikuna er erfitt ađ segja. Hins vegar er ljóst ađ margir ţátttakendur í boltanum eru í hringiđu markađarins sem veriđ hefur í frjálsu falli síđustu misserin. Má leiđa ađ ţví líkum ađ menn hafi persónugert hinar ýmsu vísitölur í tímanum og tapađ sér í ákveđinni "frústrasjón". Sjálfur ber ég viđ svefnleysi og tímabundnu brjálćđi.

Ţađ verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ţví hvernig menn koma stemndir í nćsta tíma en ljóst er ađ ákveđnir ađilar ţurfa ađ bretta upp ermar og reyna ađ hífa sig upp töfluna fljótlega ef ekki á illa ađ fara. Ţeir taka ţađ til sín sem...

Stađan eftir viku 16

1.-2. Markús - 26 stig****
1.-2. Siggi - 26 stig
3.     Jón Ingi - 25 stig*
4.-5. Hálfdán -  23 stig
4.-5. Doddi - 23 stig
6.     Svanur - 20 stig
7.     Stebbi - 17 stig**
8.     Jón Eggert - 14 stig***

* Sex stig voru dregin af Jóni Inga fyrir fáránlega lélega frammistöđu í "backup" reddingu.
** Enn er til skođunar hjá mótanefnd hvort aukastig verđi veitt til Stefáns vegna tveggja góđra fórna í ţágu boltans: leigubílaatviksins margfrćga og piparkökubrotthvarfsins
*** Jón Eggert hefur sér ekkert til málsbóta
**** Mál Markúsar eru til skođunar hjá lyfjanefnd boltans. Meira um ţađ síđar. Ţađ er afar grunsamlegt ađ Markús skuli hafa veriđ nánast samfleytt á toppnum í 3 ár. Í raun fáránlegt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband