23.6.2007 | 00:07
Líf annarra - og Ye men, einhver?
Herrar mínir og frúr.
Í kvöld fór ég í bíó. Sá kvikmyndina Líf annarra, sem er þýsk og ber þýskan titil sem ég myndi klúðra. Eflaust eru mörg ykkar, og sem allra flest vonandi, búin að sjá þessa mynd. Mér fannst hún einstaklega góð, allt við hana, meira að segja tungumálið. Mjög áhrifamikil. Sjáið hana. Sjáið hana. Sjáið hana.
Fyrr í vikunni var ég í París. Fór þangað í gegnum London og var samanburðurinn mjög París í hag. Ef ég væri í þannig skapi og þannig skapaður hefði ég samið lagið Pilsin í París um þessa stuttu heimsókn. Ó já... brosmild hjólandi pils í sólinni (það gleður nánast alltaf aumt augað), hugsandi pils sitjandi á bekkjum, þreytt pils í lestum á leið úr vinnunni, sæt pils að afgreiða mig á kaffihúsi, gul pils, græn pils, hvít pils, stutt pils, síð pils... það er bara eitthvað við París í volgri sólinni.
General Hamid Omer
Seint á miðvikudagskvöldið fór ég á hótelbarinn til að sækja tvo bjóra fyrir mig og Hákon. Aldrei þessu vant kom ég til baka með hershöfðingja. Já þetta kvöld kynntist ég Hamid Omer, hershöfðingja í flugher Yemen á sunnanverðum Arabíuskaga. Hamid er brosmildur og vel haldinn maður um sextugt og áttum við afar skemmtilegt spjall. Hamid vissi ýmislegt um Ísland og hafði frá ýmsu að segja um sitt merkilega land. Ég las einmitt bók sem gerist í Yemen á dögunum, Motoring with Mohammed, sem Hamid hafði einmitt lesið líka. Alveg frá því að ég las þessa bók hef ég verið að gæla við þá hugmynd að heimsækja þetta land. Og mig grunar að Hamid sé einmitt rétti maðurinn til að þekkja þegar maður heimsækir Yemen. Í umræddri bók verður sögumanninum tíðrætt um gestrisni heimamanna, og við Hákon fengum að finna fyrir gestrisnum faðmi hershöfðingjans. Þannig er ég nú með einlægt boð um gistingu á heimili Hamids í Sana´a, höfuðborg Yemen, "whenever you want! I´m retiring so you have to come and visit me". Hann nefndi að húsið væri á sjö hæðum þannig að það væri nægt pláss fyrir mig og vini mína. Held ég setji þetta á fimm ára planið. Jafnvel þriggja ára planið.
Ég veit ekki með yemenska herinn, en Hamid er óvitlaus og sjarmerandi maður, og við látum hans ágætu orð vera þau síðustu sem hér verða skrifuð í kvöld:
"People are always building houses. I enjoy much more building friendships."
Sana´a í Yemen er annars ansi mögnuð borg. M.a. á heimsmynjaskrá UNESCO:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Sendu mann ranglega úr landi: Fær ekki að snúa aftur
- Banna gleðigönguna með stjórnarskrárviðauka
- Stjórnendur Harvard segja nei við kröfum Trumps
- Vill Hamas burt og kallar eftir stjórn Fatah á Gasa
- Ástæða fyrir drápi mæðgna ráðgáta
- Stríðið hans Bidens, ekki mitt
- Segja fund herforingja hafa verið skotmarkið
- Herinn kallaður út í Birmingham
- Trump: Hræðileg árás
- Barn hafi látist vegna árásar Ísraels á spítala
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.