Leita í fréttum mbl.is

Álagsmeiðsli

Er að glíma við erfið álagsmeiðsli. Setti nýverið af stað stíft æfingaprógram í gítarleik og er sár á þremur fingrum vinstri handar. Virkilega sár. Verði ég svo lánsamur að geta glamrað mig í gegnum eitt lag fyrir árslok verð ég meira en sáttur. Þetta er klárlega flóknara en ég hélt.

Tók gott hlaup í gær með hlaupahópi Glitnis, Stebba og Guggu. Það verður seint sagt að það sé gaman að hlaupa, en það er vissulega gefandi. Við skiluðum okkur í mark á endanum og nú er ég bjartari en áður að ég nái að skila mér í mark að loknum hálfmaraþoninu í ágúst. Það er ljóst að ég mun ekki vanmeta vinnuna við að setja saman "playlistann" í iPodinum fyrir það hlaup. Hann verður mikilvægari en skórnir.

Annars langaði mig að varpa fram þeirri spurningu hvort við ættum að fara að dæmi Tönsberg stelpnanna og læsa síðunni okkar? Ég held að það gæti verið gaman að prófa það. Fjölmargir lesendur síðunnar verða bara að vera óhræddir við að óska eftir lykilorðinu....

Já eða nei í kommentakerfinu fram til morgundagsins!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband