27.4.2007 | 00:22
Summertime
Það er sumar í loftinu piltar. Ég hef fylgst með veðrinu nokkuð reglulega í rúmlega 26 ár, og reynsla mín og hæfileikar í málefnum háloftanna leiða mig að eftirfarandi niðurstöðu: Þetta verður gott sumar.
Og hvernig má byrja sumarið betur en í sjóðheitum plastpotti á suðurlandi Íslands með hópi karlmanna? Granted, mér gæti dottið ýmislegt í hug, en ég hlakka engu að síður mikið til sumarbústaðarferðar félagsins um helgina - er þetta ekki fjórða formlega bústaðarferðin? Held það bara.
Stefán Helgi Jónsson, sérfræðingur og hálf-maraþonhlaupari, hefur dregið vagninn í skipulagningu þessarar ferðar, og matarnefnd Ingólfs og Atla Rafns hefur byrjað betur en flestar nefndir. Ef einhvern tímann var ástæða til bjartsýni, þá var það einmitt þegar þú last þessa efnisgrein.
Talandi um bjartsýni og góðar veðurspár, þá vil ég deila með ykkur afreki síðasta sunnudags. En þá tók ég þá efnilegu ákvörðun að fara til Flórens og ítölsku ríveríunnar milli 16. og 21. maí. Meðal annars ætla ég að labba nokkuð þekkta gönguleið milli fimm bæja við klettótta vesturströndina. Það eru víst engir bílvegir í þessa bæi sem gerir þetta nokkuð skemmtilegt. Hér að neðan henti ég inn einni mynd af svæðinu.
Hræddur um það. Held ég verði ansi góður þarna, ef til vill örlítið tanaðari en heimamenn, en að öðru leyti eins og innfæddur - sötrandi eins og hálfa rauðvín yfir kvöldsólinni.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up
Athugasemdir
Kristinn, ekki slóra við að finna Audrey í þetta sinn, nýta tímann..
Annars líst mér rosalega vel á þetta hjá þér!
Sammála með sumarið - þetta verður besta sumar frá því að mælingar hófust var ég að heyra.... allavega er ég búin að panta!!!!
Gangi þér vel í taninu félagi, þú getur þetta!
Fjóla (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 11:54
Kristinn ætlarðu einn?
Jón Eggert Hallsson, 27.4.2007 kl. 12:19
... ekki það að það sé svo fáránlegt. Var bara að velta því fyri mér hvort þú hefðir fundið þér annan ferðafélaga
Jón Eggert Hallsson, 27.4.2007 kl. 12:21
Já - held að óbreyttu einn í þennan leiðangur... en góðir menn eða vinkonur eru velkomin með... Það eru enn þrjú laus sæti í litla Fiatnum sem ég ætla að leigja ;)
Kristinn Árnason, 27.4.2007 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.