12.3.2007 | 22:29
Brjánn barinn og bomban með bikar...
Það er ekki þverfótað fyrir skrifum á þessa síðu okkar. Ætla að reyna að lauma einni færslu inn í fjöldann.
Það var stór helgi hjá íþróttadeild klúbbsins um helgina og sönnuðu þar tveir af þremur virkum meðlimum klúbbsins yfirburði sína svo um munar á íþróttasviðinu. Sé einhver að velta því fyrir sér hver þriðji virki meðlimur íþróttadeildarinnar sé, þá er hér átt við Rafn sem m.v. formið um jólin verður enn að teljast íþróttamaður.
Hinir tveir, Jón Eggert og Brjánsi, áttu reyndar dapran laugardag fyrir framan alþjóð. Það getur á stundum verið erfitt að vera hópíþróttamaður. Stjörnumenn tóku nefnilega Framdrengi í bakaríið, kennslustund og flest annað sem hægt er að taka menn í, á fjölum Laugardalshallarinnar.
Eða er kannski dúkur á gólfinu?
En það var klárlega ekki við okkar mann að sakast, þó skýringin sé beintengd honum. Svosem fátt um þetta að segja því ástæðan fyrir tapinu var öllum sem á horfðu ljós. Stjörnumenn voru búnir að kortleggja Framliðið fyrir leikinn og brugðu á það óþverraráð að berja Brján til óbóta. Þegar Brjánsi yfirgaf völlinn sárþjáður var leikurinn í járnum. Því miður fyrir Frammara sneri Brjánninn hins vegar ekki aftur fyrr en í síðari hálfleik og þá var orrustan þegar töpuð. Áhorfendur Stjörnunnar voru hins vegar ekki sannfærðir og gerðu heiðarlega tilraun til að ráðast inn á völlinn og ljúka við hálfklárað verk Patreks Jóhannessonar. Þeim varð ekki að ósk sinni frekar en þeim áhorfendum Fram sem héldu að 12% Brjánn gæti gert eitthvað meira en að halda málum í horfinu. Kallinn er jú mannlegur eftir allt saman.
Eftir dapran laugardag sneri hins vegar Bomban fílefldur í höllina á sunnudeginum og hafði nú full yfirráð yfir teiknitöflunni. Það skilaði flokknum hans titli. Nema hvað?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.