Leita í fréttum mbl.is

Gump, Forrest Gump

Boltinn á morgun. Um það bil eina hreyfingin sem undirritaður stundar þessa dagana. Það og hefðbundin málningarvinna. Tímarnir í vetur hafa verið virkilega skemmtilegir og einkennst af mun meiri ákefð og hörku heldur en sl. vetur. Markús hefur klárlega verið maður vetrarins. 60 stigin verða ekki af honum tekin úr þessu.

Sjálfum hefur mér ekki gengið sem best í boltanum og hef setið nokkuð öruggur í næst neðsta sætinu svo mánuðum skiptir. Ég held að því verði varla breytt úr þessu. En dapurt gengið hefur ekki dregið úr lönguninni til að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. Kláðinn er kominn á óbærilegt stig og ljóst að ég kvíði því þegar bölvaður grasilmurinn fer að gera vart við sig. Það er nefnilega svo merkilegt með þetta að eins mikið og mig langar til að spila fótbolta þá langar mig jafn lítið til að mæta á þar til gerðar æfingar. Slíkar æfingar telja um 85% af heildartíma íslensks leikmanns og því er ákvörðunin einföld. En erfið.

Ég fór yfir þessar raunir með Stefáni um helgina og hann var með lausn á málinu. Dr. Stefán taldi að ný áskorun væri málið og með göfugt markmið fyrir framan mig myndi knattspyrnuþráin hverfa. Og þar er kominn tilgangurinn með færslunni: Ég set hér með formlega stefnuna á hálft Reykjavíkurmaraþon í ágúst næstkomandi. Ég ætlaði í heilt, en Stefán taldi mér hughvarf.

Áður en hægt er að byrja að æfa mun ég nú vinna að því að sanka að mér ýmsum óþörfum græjum sem geta gert eitthvað jafn óspennandi og hlaup, áhugavert. iPod græjan frá Nike og GPS púlsklukkan hljóma líkleg sem fyrstu kaup.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Árnason

Líst vel á þetta hjá þér Siggi. Þessi græja er flottari en HK, t.d... Svo eru fjallgöngur með mér í boði, að því er stefnt... meira síðar

Kristinn Árnason, 9.3.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband