Leita í fréttum mbl.is

Sjóðstjórar í Ameríku

Eftir rúma viku í San Fransisco erum við Ingólfur mættir í vesturvígstöðvar Cybergs, til Rafns Árnasonar í New York. Rafn hefur eins og honum er lagið tekið höfðinglega á móti okkur og býst ég við glæsilegri helgi. Margt gerðist í Kaliforníu, sem er yndislegur heimshluti á margan hátt.

Við gistum rétt við Stanford háskóla. Í vikunni dundaði ég mér við það í tvígang að skokka (mjög rólega) um háskólasvæðið sem er fáránlega huggulegt. Pálmatré eru skemmtileg. Fyndið að skokka þarna um, allir heilsa manni kumpánalega og óska manni alls góðs. Mér fannst einn heilsa mér með nafni, en mér gæti hafa misheyrst. Hinsvegar sá ég úlf. Og ég er viss um að þetta hafi verið úlfur, því að maður sem stóð mér nærri, þarna í hlíðunum fyrir ofan Stanford, var viss um að þetta væri úlfur. Á skilti stóð að búast mætti við fjallaljónum á svæðinu þannig að þetta var allt stórkostlega spennandi.

Gæti talið upp ýmislegt sem við brölluðum. Heimsóttum höfuðstöðvar og funduðum með starfsmönnum ansi margra fyrirtækja, m.a. Apple, Google, Cisco, Yahoo, Electronic Arts o.fl. o.fl. Ótrúlega mikið af flottum fyrirtækjum með höfuðstöðvar þarna á litlu svæði, í Sílíkondalnum. Fórum líka í Muir woods, sem mér fannst magnaður staður. Þar vex redwood risafuran, og þarna gengum við vel og lengi innan um hátt í 100 metra risa. Keyrðum um brattar brekkur San Fransisco, heimsóttum NASA, og Alctatraz (sem ég mæli með reyndar, flott ferð), borðuðum mikið af indverskum mat, og jú, við versluðum eins og vindurinn.

Það er töff að ganga í svefni

Einn göngutúr í ferðinni var frekar spes. Eitt kvöldið sofnaði ég frekar snemma, um ellefu leytið. Klukkan eitt vaknaði ég við það að ég var úti á gangi, bara í náttbuxunum, og ekki með lykil að herberginu mínu. Það var sérlega nett að rölta fáklæddur niður í lobbýið til að sækja aukalykil. Hef ekki lent lent í svona árum saman, og eiginlega aldrei. Hrikalega hressandi.

kveðja frá NY, Kiddi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband