28.2.2007 | 13:37
Moggablogg
Ég verð nú að viðurkenna að ég var einn af þeim sem skyldi ekki alveg hvað mbl.is var að hugsa þegar þeir settu á fót bloggkerfi og tengdu það fréttasíðunni sinni. En ég verð líka að viðurkenna í dag að ég hafði rangt fyrir mér þegar ég hélt að þetta myndi ekki ganga hjá þeim, því að þetta hefur að því mér sýnist gengið bara mjög vel.
Lykillinn að þessari velgengni, fyrir utan að því er virðist nokkuð vel hannað og notendavænt bloggkerfi, er að mínu mati sá að þeir byrjuðu á því að fá fjölmargar "stjörnur" til að byrja að blogga. Mbl hefur dregið ótrúlegusta fólk fram og látið það byrja að blogga, hver hefði til dæmis trúað því að Ómar Ragnarsson kynni að kveikja á tölvu... hvað þá blogga, eða kynskiptingurinn Anna Kristjáns sem virðist líka vera dugleg að nota þessa síðu til að koma sér á framfæri?
En fyrir utan alla þessa stjörnubloggara sem eru vel auglýstir á forsíðu mbl þá hef ég sérstaklega tekið eftir einum hóp sem hefur orðið til, það er hinn almenni bloggari, sem er ekki ennþá orðinn frægur en reynir eftir fremsta megni að vekja athygli á sér með því að blogga um fréttir og fá þannig heimsóknir inn á síðuna sína. Ég hef alla vega smátt og smátt farið að taka eftir sömu nöfnunum aftur og aftur þegar ég er að lesa fréttir á mbl. Að lokum fer það auðvitað svo að maður tékkar á síðunni hjá viðkomandi þrátt fyrir að maður hafi ekki hugmynd hver þetta er.
Þessi blogghópur finnst mér alla vega ekki mjög spennandi, og þær færslur sem tengdar eru fréttum finnst mér yfirleitt hvorki vera fugl né fiskur, oft bara misheppnaður fimmaura brandari tengdur fréttinni. Þannig að þegar upp er staðið þá er þetta eiginlega farið að fara nett í taugarnar á mér því þetta er held ég ekkert annað en nett athyglissýki í mörgum tilfellum.
Það er einn bloggari sem ég hef t.d. séð oftar bregða fyrir en góðu hófi gegnir og þess vegna dottið inn á síðuna hjá honum nokkrum sinnum. Það sem vekur alltaf athygli mína er ekki skemmtilegir eða fróðlegir textar heldur aðeins eitt: tíðnin á færslum. Við erum að tala um að þessi gaur er að henda inn að meðaltali 7-8 færslum á dag, sumar stuttar auðvitað, en margar langar og ítarlegar. Þetta lauslega reiknaða meðaltal mitt er reiknað út frá fljótlegri skoðun á síðustu dögum. Ef við gerum bara ráð fyrir því að henn haldi ekki þessari frammistöðu allan ársins hring og skili frá sér að meðaltali 5 færslum á dag þá erum við að tala um 1825 blogfærslur á ári. Ég hef bara eina spurningu: Við hvað í ósköpunum vinnur þessi maður?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up
Athugasemdir
Það er einn sem toppar þennan, http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/. Síðastliðinn sólarhring tel ég hvorki fleiri né færri en 10 færslur, og það er bara venjulegur dagur... Einnig vekur athygli mína lýsingin á þessum manni sem byrjar svona: "Ég er í fáum orðum..." og svo kemur þvílíkt löng upptalning.
En ég tek undir þessa spurningu Brjánn, við hvað vinna þessir menn!
Jón Eggert Hallsson, 2.3.2007 kl. 10:45
Já, ég hafði einmitt tekið eftir þessum líka, held að hann hafi sigurinn, sérstaklega í ljósi þess að allar færslurnar hans eru töluvert langar, annað en hjá hinum gaurnum þar sem önnur hver færsla er one liner.
Brjánn Guðni Bjarnason, 2.3.2007 kl. 11:42
gaman að sjá að vinur minn, hann Stefán http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/?nc=1#entry-138160, var bara rólegur í gær. Aðeins 5 blogg síðasta sólarhringinn... til að bæta upp fyrir aðgerðarleysið í gær ákvað hann greinilega að skella inn einni færslu kl. 04:41 í nótt!!
Jón Eggert Hallsson, 5.3.2007 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.