Leita í fréttum mbl.is

Bloggað til að blogga

Jón ritaði færslu um sjónvarp hér á undan og ég get ekki verið minni maður en að minnast á það í a.m.k. einni færslu. Enda tel ég mig vera í heimsklassa þegar kemur að því að sinna þeim ágæta miðli. Las blog, grein eða a.m.k. einhverja gerð ritaðra þanka um daginn þar sem höfundurinn rakti n.k. lífsferil afrþeyingaráhorfs síns. Þannig var hann tíður gestur kvikmyndahúsanna á ákveðnum aldri, komst síðan í samband og hóf þannig að halda uppi myndbandaleigum uns loks hann var kominn í fjölskyldupakkann og skipulagði upp frá því kvöld sín í kringum vini sína úr afþreyingariðnaði Los Angeles borgar. Eittvað þessu líkt. Mér fannst eins og verið væri að lýsa sjálfum mér.

Þannig er nú að ljúka einkar hefðbundnu mánudagskvöldi hjá fjölskyldunni og hefur því verið sinnt með skylduáhorfi á þættina Grey's Anatomy, Heroes og nú síðast American Idol sem "conveniently" er nýbyrjað á stöð 2 plús. Sé fyrir mér að í vikulok muni þættir eins og Desperate Housewifes, One Tree Hill (sem er klárlega must see hjá undirrituðum) og Boston Legal hafa fengið stað í þéttri vikudagskrá minni. Sem minnir mig á að kvarta undan þeirri fáránlegu ákvörðun að færa One Tree Hill yfir á föstudaga. Furðulegt.

Jæja, ætlaði aðallega í sjónvarpspistli mínum að minnast á eymdina sem birtist mér í American Idol rétt í þessu. Það gekk inn ung stúlka sem var kannski aðeins betur í holdum en hjartalæknirinn hefði kosið. Fataval dömunnar var í óhefðbundnara lagi og olli það því að dómararnir tóku á móti henni með bros á vör og hlátur í kaupbæti. Svo byrjaði hún að syngja. Falskt.

En það var ekki þessi dæmigerða Idol uppákoma sem lýsti best fyrrnefndri eymd heldur viðbrögð ættingjanna og stuðningsskiltið sem þau báru svo stolt. Man ekki nafn stelpunnar en við köllum hana Jane. "Jane are next Americal Idol". Já, þannig var nú það. Vonandi missti ég bara af þessum orðum sem uppá vantaði... En mig grunar samt að ég hafi náð þessu. Ég reyndar styrktist einungis í trúnni eftir að móðir stúlkunnar fullyrti að Símon ætti að snúa aftur til Frakklands. Já, svo veltir maður því fyrir sér hvert Goggi Bush sækir fylgið sitt. Eða sótti.

Stutt sjónvarpskynni mín af þessum mæðgum minntu mig á það þegar viðkunnalegir nágrannar í hverfisbúðinni í Montgomery spurðu mig hvort ég væri frá Íslandi í Georgíufylki eða Tennessee. Þekking er vald :)

Kominn tími til að sinna síðasta fasta lið sjónvarps-mánudagsins. Ensku mörkin byrjuð. Kem beint inn í baulið á Upton Park. Það er falllykt af West Ham peyjunum þessa dagana og enginn Eggert í stúkunni. Líkast til upptekin við að telja atkvæðinn hennar Höllu. Minn maður Tevez annars sprækastur sýnist mér. Spurning um að kippa honum inn í Fantasy aftur... Best ég sendi póst á Femínistafélagið og leiti ráða. Ekki vantar áhugann á íþróttinni þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðni Bjarnason

Þegar ég var 12 ára heimsótti ég það ágæta ellilífeyrisþegabæli Sarasota á Florida, rakst þar á vingjarnleg eldri hjón við sundlaugabakkann þar sem ég var að vinna í taninu og hóf að spjalla við þau. Fljótlega spurðu þau mig hvaðan ég væri og ég svaraði um hæl: "Iceland" þá spurðu þau til baka

 "Oh, Iceland, that's nice. Did you drive here or did you fly here?"

 Einnig er mér minnisstæður götusölumaður sem ég hitti á götu í NY nokkrum árum síðar. Sá var að reyna að selja mér video spólu. Ég tjáði honum snarlega að slíkt væri ekki valkostur fyrir mig þar sem ég kæmi frá Íslandi og þar væri notað annað video kerfi en í USA. Sölumaðurinn dó ekki ráðalaus:

" Oh, ok, well I tell you what, you buy the tape, go to Iceland and if it doesn't work you just come back and I'll give you your money back" 

 Svo mörg voru þau orð

Brjánn Guðni Bjarnason, 13.2.2007 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband