Leita í fréttum mbl.is

Babu

Ég er búinn ađ vera í basli viđ ţreytu á föstudögum í desember og janúar. Ţessi ţreyta virđist vera sérstaklega bundin viđ föstudaga sem er svolítiđ sérstakt, ţví ađ meintar orsakir ţreytunnar; vinna og nýupptekin heilsurćkt, er ekkert sérstaklega bundin viđ ţennan vikudag. 

Segi sjálfum mér ađ ég komist yfir ţetta ţreytuskeiđ heilsuátaksins. Hugsa ađ ţađ gerist í nćstu viku, og ađ ţar međ, og um alla framtíđ verđi ég orkumesti einstaklingur höfuđborgarinnar. Ég er međal annars farinn ađ kaupa mér “kraftboost” próteinţeytinga, til ađ halda mér gangandi. Ţeir virka ekkert sérstaklega vel ennţá, en kosta slatta. Og svo hef ég aukiđ kaffidrykkjuna gríđarlega, vegna ţreytunnar, sem er einmitt tilkomin vegna átaksins til ađ útrýma ţreytunni. Flókiđ mál, en markmiđiđ er ađ ţetta átak skili mér upp á hćsta tind Afríku síđla sumars. Hugsa ađ ég kćmist í ca. 3.100 metra hćđ m.v. núverandi heilsu. Ţarf ađ komast í 5.900m. 

Í kvöld tek ég mér pásu í átakinu, ţótt ég sé enn ekki alveg búinn ađ hrista af mér föstudagsţreytuna. Er búinn ađ opna flösku af rauđvíni. Á miđanum á flöskunni er mynd af engli, fallegri konu međ vćngi. Smekkleg teikning á smekklegu kvöldi.  

Ég er ađ fara í veislu. Mitt kvöld framundan. Mitt kvöld. Whúhú.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband