14.1.2007 | 22:58
Árshátíðin frá A-Z
Það er bölvuð synd að enginn skuli hafa fengið sig til að henda inn færslu um árshátíðardaginn ennþá. Dagurinn eftir hjá Kidda að vísu góður en "for the sake of documenting" þá ætla ég að hripa aðeins niður mína upplifun. Ég sá það sem meðlimur nefndarinnar að það er ómetanlegt að geta gripið í síðuna þegar árið er rifjað upp í skýrslugerð. Hef líka hent hérna inn nokkrum myndum sem ég tók frá Brjánsa en eðli málsins samkvæmt fór ég afskaplega varlega í það mál. Dagurinn var a.m.k. góður, um það verður ekki deilt. Hvort hann stóð undir væntingum manna er síðan eitthvað sem hver og einn verður að gera upp við sjálfan sig. Fyrir þá sem ekki voru á staðnum og fyrir þá sem muna ekki eftir að hafa verið á staðnum fylgir ferðasagan.
Mikið hefur verið gert úr undirbúningi nefndarinnar enda var það ætlun okkar að reyna að byggja upp eins mikinn spenning fyrir deginum og kostur væri. Sé mið tekið af fiðringnum í loftinu þegar menn tíndust inn til Jóns í morgunsárið tókst okkur það vel. Við komumst fljótt að þeirri niðurstöðu að gaman væri að brjóta aðeins upp formið á hátíðinni og hafa þetta í óvissu þetta árið. Eftir það var unnið markvisst að því að finna hentuga dagskrárliði sem þó myndu ekki keyra allan kraft úr mönnum. Myndbönd tekin um klukkan 2 á árshátíðarnótt sýna líka að menn voru þá enn í fullu fjöri og farnir að radda lög sem þeir höfðu aldrei heyrt áður. Má því gera ráð fyrir að blandan hafi verið nokkuð vel heppnuð.
Eftir góðan fund og morgunmat hjá Jóni fengu menn "survival kit" í hendurnar sem leggja átti grunninn að góðum degi. Stuttu síðar mætti Kristján frá Hópbílum á 30 manna Sing Star/DVD rútu sem þjónaði hópnum vel yfir daginn. Verður að telja líklegt að slíkur farkostur sé sá mælikvarði sem unnið verður út frá á komandi árshátíðum þegar kemur að því að flytja menn á milli staða. Með uppáhalds DVD diskinn hans Kristjáns í tækinu brunuðum við í átt að Melaskóla þar sem tekið var á móti okkur með sverð og brynjur enda skyldi slegist til síðasta blóðdropa undir öruggri handleiðslu landsliðsins í skylmingum. Það kom flestum á óvart þegar úrslitin voru gerð upp að ég skyldi vera í síðasta sæti. Ég horfði á "Three Muskateers" um árið og hef séð allar "Highlander" myndirnar þ.a. maður hlýtur að spyrja sig hvort ekki hafi verið eitthvað óeðlilegt í dómgæslunni þennan daginn. En Markús (kemur á óvart) sigraði Jón í úrslitum, í heiftarlegum bardaga sem minnti allt í senn á opnunaratriðið í "Braveheart" og lokaatriðið í "Finding Nemo". Hæfileikar toppmannanna voru ógnvekjandi. Að loknu virkilega skemmtilegu skylmingamóti var síðan haldið í smá rúnt um bæinn til að menn gætu svalað þorstanum og spurt sig hvað tæki við næst. Í rútunni velti ég því fyrir mér hvort skylmingar væru rökrétt framhald knattspyrnuferilsins. Eftir upprifjun á væntum félagsskap innan landsliðsins og þeirrar stundar þegar úrslitin voru tilkynnt hætti ég snögglega við slíkar áætlanir. En það er gaman að skylmast.
Rútan stöðvaði næst í Bláa Lóninu þar sem tvær drottningar í bikiníum (innan undir vetrarklæðum) tóku okkur í gæðanudd. Ég heyrði ekki annað en menn væru sáttir með þjónustuna og sérstaka ánægju mátti greina úr andlitum einhleypra meðlima sem flestir fengu sérstakan bónus (e. happy ending) að klappinu loknu. Eftir nuddið góða var boðið uppá freyðivín og ávexti og síðan hófu menn að taka sig til fyrir hápunkt dagsins: Sing Star mót //Cyberg. Bláa Lónið olli mér engum vonbrigðum þó svo ljóst sé að útbúa verður sérstakt svæði fyrir Þjóðverjana sem geta ekki haldið sér í skýlunum í vatninu...
Við vorum flottir í Sing Star og mæli ég með því að taka lagið á Reykjanesbrautinni. Ég mæli hins vegar ekki með því að syngja Queen lag. Það er erfitt. Þegar keppnin hófst kom það engum á óvart hversu öflugir meðlimir eru þegar kemur að sönglistinni. Það sem hins vegar kom á óvart var sigur Kristins á Jóni "Mercury" og síðan öruggur og áreynslulítill sigur Rabba í mótinu. Eftir sigrana góðu sungu félagarnir það sem eftir lifði kvölds. Og þeir höfðu efni á því. Þessir tveir sýndu ásamt nokkrum öðrum að Jón þarf litlar áhyggjur af hafa af því að finna bakraddasöngvara þegar diskurinn hans fer í framleiðslu á næsta ári.
Jæja. Kvöldið, maturinn og gleðskapurinn fram eftir nóttu var síðan klúbbnum sæmandi. Myndin, skýrslan og dansinn hans Svans settu punktinn yfir i-ið og held ég að óhætt sé að segja að árshátíðarnefnd næsta árs bíði verðugt verkefni.



Takk fyrir mig.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up
Athugasemdir
Vel gert Siggi - nauðsynlegt að taka góða yfirferð á þetta... Annars hefði ég gaman að fleiri myndum hér inn...
Kristinn Árnason, 15.1.2007 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.