16.3.2007 | 23:13
gay
djöfull er ég í miklu gay stuði... er að dúndra mér í stuðið, stefnan tekin á óliver þar sem Jón Eggert situr sveittur og dregur að sér ilmandi kvenpeninginn. Ætlast til mikils af vængmennsku hans í kvöld.
Tónlistin sem fær að hljóma núna er Kate Ryan með belgíska Eurovision lagið í fyrra, Páll Óskar með bundinn og Brynhildur Spjótsdóttir með Collection.
Er þetta bara ég, eða vantar massívt stóran gay stað á íslandi? Þar sem gaurar og gellur sleppa sér algerlega í stuðinu... ég er ekki að tala um neitt Ass to mouth... bara bullandi stemmingu... þá sjaldan maður lyftir sér upp.
ps. kominn tími til að ég vígði síðuna... spurning hvort ég verði vígður á annan hátt í kvöld. Held það efist enginn um að ég er til í allt... eða svona næstum því.
Kveðja,
Don
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 20:51
Af barsmíðum og öðrum svívirðingum
Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið mín helgi, afrakstur helgarinnar var eftirfarandi:
10 marka tap í bikarúrslitaleik
11 spor utan á skurð á hökunni
3 spor innan á sama skurð
4 tennur sem flísaðist úr
38,5° hiti samkvæmt nýjustu mælingu
Ég geri nú ráð fyrir því að flestir hafi séð áreksturinn sem ég lenti í í leiknum á laugardaginn, en þeir sem voru svo óheppnir að missa af honum geta séð áreksturinn hér, á u.þ.b. 16-18 mínútu í fyrri hálfleik. Þess má geta að myndatökumaðurinn á leiknum lagði sérstakan metnað sinn í það að ná "góðum" myndum af sárinu og stöðvaði mig meira að segja eftir leikinn og sagði mér sigri hrósandi " Heyrðu, ég náði alveg geðveikum myndum af skurðinum þínum" Það veitti mér mikla huggun vitandi til þess að bæði foreldrar mínir, amma mín á elliheimilinu, systur og aðrir fjölskyldumeðlimir voru að horfa á leikinn. Gott að vita til þess að þau gátu öll notið þessarar fallegu stundar með mér.
Áreksturinn var ansi hreint harður eins og sjá má og fengum við báðir myndarlega skurða ég þó töluvert myndarlegri, hann í skallann en ég undir hökuna. Eftir á að hyggja get ég nú bara held ég þakkað fyrir það að hafa ekki t.d. fengið heilahristing, kjálkabrotnað, brotið tennurnar í mér eða bitið í tunguna á mér. En engu að síður þá fékk ég mjög stóran og djúpan skurð á hökuna og einnig flísaðist upp úr 4 tönnum.
Það voru skemmtilegar lýsingar sem ég fékk frá liðsfélögum mínum eftir leikinn, t.d. sagði einn að þetta hefði litið út eins og hökunni á mér hefði einfaldlega verið flett af og annar sagði að þetta hefði verið eins og ég væri kominn með munn á hökuna!
Það var mjög fljótlega ljóst að það var ekkert hægt að plástra þetta heldur dugði ekkert minna en saumar til þess að stöðva blæðinguna. Það var læknir á staðnum á vegum hsí sem byrjaði á því að sauma patrek, en ég komst undir hendur hans þegar það voru u.þ.b. 5 mínútur eftir af fyrri hálfleik og kláraði hann að sauma mig áður en fyrri hálfleik lauk, setti alls 5 spor. Líkamlega fann ég þá ekkert til svo það var í raun ekkert sem stöðvaði mig í því að fara aftur inn á völlinn nema það að .að þurfti að búa um sárið og það er töluvert erfitt þegar það er á hökunni. Eina sem dugði til þess að búa um þetta var í raun að vefja sárabindi um hökuna og aftur fyrir háls svo ég leit út eins og pelíkani. Síðan gafst ég fljótlega upp á því að búa um þetta þegar ljóst var að leikurinn var tapaður.
Til að nudda salti í sárin þá hefur held ég ekki einum fjölmiðli hafi tekist að fara með nafn mitt rétt. Í fyrsta lagi þá byrjuðu þulirnir í leiknum á því að kalla mig George Clooney í seinni hálfleik því ég var kominn með svo stóra höku. Í öðru lagi var ég kallaður Brjánn Jónsson á stöð 2, Brjánn Brjánsson í fréttablaðinu og svo Baldur í mogganum. Svo hafa óprúttnir aðilar gefið mér viðurnefnið Hakan Sükur, sem mér reyndar finnst nokkuð fyndið.
Eftir leikinn ræddi ég við lækninn sem saumaði mig og hann hafði sjálfur tröllatrú á sauminum sínum og sagði mér bara að láta þá sauma vera í í 10 daga. En eftir að hafa skoðað fráganginn á þessu og að höfðu samráði við félaga mína ákvað ég að fara upp á slysó til þess að láta sauma þetta almennilega. Þær hlógu nú að þessu hjúkkurnar á slysó þegar ég sagði þeim að ég hefði fyrst ætlað að láta þessi fimm spor sem var hent í á 5 mínútum duga, líktu þessu við sláturkeppasaum. Úr varð að þær settur 3 spor innan í skurðinn því hann var svo djúpur og svo 11 utan á. Hér má svo sjá afraksturinn eins og hann leit út á sunnudagsmorgunn.
Að öðru leyti hef ég það þó ágætt, er reyndar að fá flensuskít ofan á allt annað og mældi sjálfan mig með 38,5° hita rétt áðan.
En það er nú sem betur fer svo að það eru ekki bara slæmar fréttir af mér heldur er farið að styttast mikið í það að Cyberg Jr. #3 mæti á svæðið. Áætlaður komudagur er 22. apríl s.s. eftir rétt rúmar 5 vikur.
Læt þetta duga að sinni og hvet að lokum meðlimi til að láta ljós sitt skína á siðunni!
Bloggar | Breytt 14.3.2007 kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2007 | 22:29
Brjánn barinn og bomban með bikar...
Það er ekki þverfótað fyrir skrifum á þessa síðu okkar. Ætla að reyna að lauma einni færslu inn í fjöldann.
Það var stór helgi hjá íþróttadeild klúbbsins um helgina og sönnuðu þar tveir af þremur virkum meðlimum klúbbsins yfirburði sína svo um munar á íþróttasviðinu. Sé einhver að velta því fyrir sér hver þriðji virki meðlimur íþróttadeildarinnar sé, þá er hér átt við Rafn sem m.v. formið um jólin verður enn að teljast íþróttamaður.
Hinir tveir, Jón Eggert og Brjánsi, áttu reyndar dapran laugardag fyrir framan alþjóð. Það getur á stundum verið erfitt að vera hópíþróttamaður. Stjörnumenn tóku nefnilega Framdrengi í bakaríið, kennslustund og flest annað sem hægt er að taka menn í, á fjölum Laugardalshallarinnar.
Eða er kannski dúkur á gólfinu?
En það var klárlega ekki við okkar mann að sakast, þó skýringin sé beintengd honum. Svosem fátt um þetta að segja því ástæðan fyrir tapinu var öllum sem á horfðu ljós. Stjörnumenn voru búnir að kortleggja Framliðið fyrir leikinn og brugðu á það óþverraráð að berja Brján til óbóta. Þegar Brjánsi yfirgaf völlinn sárþjáður var leikurinn í járnum. Því miður fyrir Frammara sneri Brjánninn hins vegar ekki aftur fyrr en í síðari hálfleik og þá var orrustan þegar töpuð. Áhorfendur Stjörnunnar voru hins vegar ekki sannfærðir og gerðu heiðarlega tilraun til að ráðast inn á völlinn og ljúka við hálfklárað verk Patreks Jóhannessonar. Þeim varð ekki að ósk sinni frekar en þeim áhorfendum Fram sem héldu að 12% Brjánn gæti gert eitthvað meira en að halda málum í horfinu. Kallinn er jú mannlegur eftir allt saman.
Eftir dapran laugardag sneri hins vegar Bomban fílefldur í höllina á sunnudeginum og hafði nú full yfirráð yfir teiknitöflunni. Það skilaði flokknum hans titli. Nema hvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007 | 01:01
Færsla og fimmtudagur
Herramenn.
Ástæðulaust að hlakka ekki til næstu mánaða.
Ef einhver hefur gleymt því, þá vil ég minna á að sólin hækkar á vorin og heimur hlýnandi fer.
Furthermore, þá minni ég á að hópur manna á Kirkjusandi bókaði sumarhús, eða vorhús eða hvað, í byrjun maí á suðurlandinu. Frést hefur að austan, að nú þegar eru bændur farnir að ylja rauðvíninu, sem mun fylla pottinn.
Er búinn að glíma við þotuþreytu í vikunni.
Að því tilefni vil ég stinga upp á (og þessi tillaga er ættuð frá Ástralíu) að útlilega sumarsins fari fram fyrstu helgina í júlí? Ekki væri ónýtt ef menn gæfu hér álit sitt á þessari tillögu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2007 | 22:00
Gump, Forrest Gump
Boltinn á morgun. Um það bil eina hreyfingin sem undirritaður stundar þessa dagana. Það og hefðbundin málningarvinna. Tímarnir í vetur hafa verið virkilega skemmtilegir og einkennst af mun meiri ákefð og hörku heldur en sl. vetur. Markús hefur klárlega verið maður vetrarins. 60 stigin verða ekki af honum tekin úr þessu.
Sjálfum hefur mér ekki gengið sem best í boltanum og hef setið nokkuð öruggur í næst neðsta sætinu svo mánuðum skiptir. Ég held að því verði varla breytt úr þessu. En dapurt gengið hefur ekki dregið úr lönguninni til að snúa aftur á knattspyrnuvöllinn. Kláðinn er kominn á óbærilegt stig og ljóst að ég kvíði því þegar bölvaður grasilmurinn fer að gera vart við sig. Það er nefnilega svo merkilegt með þetta að eins mikið og mig langar til að spila fótbolta þá langar mig jafn lítið til að mæta á þar til gerðar æfingar. Slíkar æfingar telja um 85% af heildartíma íslensks leikmanns og því er ákvörðunin einföld. En erfið.
Ég fór yfir þessar raunir með Stefáni um helgina og hann var með lausn á málinu. Dr. Stefán taldi að ný áskorun væri málið og með göfugt markmið fyrir framan mig myndi knattspyrnuþráin hverfa. Og þar er kominn tilgangurinn með færslunni: Ég set hér með formlega stefnuna á hálft Reykjavíkurmaraþon í ágúst næstkomandi. Ég ætlaði í heilt, en Stefán taldi mér hughvarf.
Áður en hægt er að byrja að æfa mun ég nú vinna að því að sanka að mér ýmsum óþörfum græjum sem geta gert eitthvað jafn óspennandi og hlaup, áhugavert. iPod græjan frá Nike og GPS púlsklukkan hljóma líkleg sem fyrstu kaup.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2007 | 00:41
Sjóðstjórar í Ameríku
Eftir rúma viku í San Fransisco erum við Ingólfur mættir í vesturvígstöðvar Cybergs, til Rafns Árnasonar í New York. Rafn hefur eins og honum er lagið tekið höfðinglega á móti okkur og býst ég við glæsilegri helgi. Margt gerðist í Kaliforníu, sem er yndislegur heimshluti á margan hátt.
Við gistum rétt við Stanford háskóla. Í vikunni dundaði ég mér við það í tvígang að skokka (mjög rólega) um háskólasvæðið sem er fáránlega huggulegt. Pálmatré eru skemmtileg. Fyndið að skokka þarna um, allir heilsa manni kumpánalega og óska manni alls góðs. Mér fannst einn heilsa mér með nafni, en mér gæti hafa misheyrst. Hinsvegar sá ég úlf. Og ég er viss um að þetta hafi verið úlfur, því að maður sem stóð mér nærri, þarna í hlíðunum fyrir ofan Stanford, var viss um að þetta væri úlfur. Á skilti stóð að búast mætti við fjallaljónum á svæðinu þannig að þetta var allt stórkostlega spennandi.
Gæti talið upp ýmislegt sem við brölluðum. Heimsóttum höfuðstöðvar og funduðum með starfsmönnum ansi margra fyrirtækja, m.a. Apple, Google, Cisco, Yahoo, Electronic Arts o.fl. o.fl. Ótrúlega mikið af flottum fyrirtækjum með höfuðstöðvar þarna á litlu svæði, í Sílíkondalnum. Fórum líka í Muir woods, sem mér fannst magnaður staður. Þar vex redwood risafuran, og þarna gengum við vel og lengi innan um hátt í 100 metra risa. Keyrðum um brattar brekkur San Fransisco, heimsóttum NASA, og Alctatraz (sem ég mæli með reyndar, flott ferð), borðuðum mikið af indverskum mat, og jú, við versluðum eins og vindurinn.
Það er töff að ganga í svefni
Einn göngutúr í ferðinni var frekar spes. Eitt kvöldið sofnaði ég frekar snemma, um ellefu leytið. Klukkan eitt vaknaði ég við það að ég var úti á gangi, bara í náttbuxunum, og ekki með lykil að herberginu mínu. Það var sérlega nett að rölta fáklæddur niður í lobbýið til að sækja aukalykil. Hef ekki lent lent í svona árum saman, og eiginlega aldrei. Hrikalega hressandi.
kv. frá NY, Kiddi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2007 | 00:30
Sjóðstjórar í Ameríku
Eftir rúma viku í San Fransisco erum við Ingólfur mættir í vesturvígstöðvar Cybergs, til Rafns Árnasonar í New York. Rafn hefur eins og honum er lagið tekið höfðinglega á móti okkur og býst ég við glæsilegri helgi. Margt gerðist í Kaliforníu, sem er yndislegur heimshluti á margan hátt.
Við gistum rétt við Stanford háskóla. Í vikunni dundaði ég mér við það í tvígang að skokka (mjög rólega) um háskólasvæðið sem er fáránlega huggulegt. Pálmatré eru skemmtileg. Fyndið að skokka þarna um, allir heilsa manni kumpánalega og óska manni alls góðs. Mér fannst einn heilsa mér með nafni, en mér gæti hafa misheyrst. Hinsvegar sá ég úlf. Og ég er viss um að þetta hafi verið úlfur, því að maður sem stóð mér nærri, þarna í hlíðunum fyrir ofan Stanford, var viss um að þetta væri úlfur. Á skilti stóð að búast mætti við fjallaljónum á svæðinu þannig að þetta var allt stórkostlega spennandi.
Gæti talið upp ýmislegt sem við brölluðum. Heimsóttum höfuðstöðvar og funduðum með starfsmönnum ansi margra fyrirtækja, m.a. Apple, Google, Cisco, Yahoo, Electronic Arts o.fl. o.fl. Ótrúlega mikið af flottum fyrirtækjum með höfuðstöðvar þarna á litlu svæði, í Sílíkondalnum. Fórum líka í Muir woods, sem mér fannst magnaður staður. Þar vex redwood risafuran, og þarna gengum við vel og lengi innan um hátt í 100 metra risa. Keyrðum um brattar brekkur San Fransisco, heimsóttum NASA, og Alctatraz (sem ég mæli með reyndar, flott ferð), borðuðum mikið af indverskum mat, og jú, við versluðum eins og vindurinn.
Það er töff að ganga í svefni
Einn göngutúr í ferðinni var frekar spes. Eitt kvöldið sofnaði ég frekar snemma, um ellefu leytið. Klukkan eitt vaknaði ég við það að ég var úti á gangi, bara í náttbuxunum, og ekki með lykil að herberginu mínu. Það var sérlega nett að rölta fáklæddur niður í lobbýið til að sækja aukalykil. Hef ekki lent lent í svona árum saman, og eiginlega aldrei. Hrikalega hressandi.
kveðja frá NY, Kiddi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 13:37
Moggablogg
Ég verð nú að viðurkenna að ég var einn af þeim sem skyldi ekki alveg hvað mbl.is var að hugsa þegar þeir settu á fót bloggkerfi og tengdu það fréttasíðunni sinni. En ég verð líka að viðurkenna í dag að ég hafði rangt fyrir mér þegar ég hélt að þetta myndi ekki ganga hjá þeim, því að þetta hefur að því mér sýnist gengið bara mjög vel.
Lykillinn að þessari velgengni, fyrir utan að því er virðist nokkuð vel hannað og notendavænt bloggkerfi, er að mínu mati sá að þeir byrjuðu á því að fá fjölmargar "stjörnur" til að byrja að blogga. Mbl hefur dregið ótrúlegusta fólk fram og látið það byrja að blogga, hver hefði til dæmis trúað því að Ómar Ragnarsson kynni að kveikja á tölvu... hvað þá blogga, eða kynskiptingurinn Anna Kristjáns sem virðist líka vera dugleg að nota þessa síðu til að koma sér á framfæri?
En fyrir utan alla þessa stjörnubloggara sem eru vel auglýstir á forsíðu mbl þá hef ég sérstaklega tekið eftir einum hóp sem hefur orðið til, það er hinn almenni bloggari, sem er ekki ennþá orðinn frægur en reynir eftir fremsta megni að vekja athygli á sér með því að blogga um fréttir og fá þannig heimsóknir inn á síðuna sína. Ég hef alla vega smátt og smátt farið að taka eftir sömu nöfnunum aftur og aftur þegar ég er að lesa fréttir á mbl. Að lokum fer það auðvitað svo að maður tékkar á síðunni hjá viðkomandi þrátt fyrir að maður hafi ekki hugmynd hver þetta er.
Þessi blogghópur finnst mér alla vega ekki mjög spennandi, og þær færslur sem tengdar eru fréttum finnst mér yfirleitt hvorki vera fugl né fiskur, oft bara misheppnaður fimmaura brandari tengdur fréttinni. Þannig að þegar upp er staðið þá er þetta eiginlega farið að fara nett í taugarnar á mér því þetta er held ég ekkert annað en nett athyglissýki í mörgum tilfellum.
Það er einn bloggari sem ég hef t.d. séð oftar bregða fyrir en góðu hófi gegnir og þess vegna dottið inn á síðuna hjá honum nokkrum sinnum. Það sem vekur alltaf athygli mína er ekki skemmtilegir eða fróðlegir textar heldur aðeins eitt: tíðnin á færslum. Við erum að tala um að þessi gaur er að henda inn að meðaltali 7-8 færslum á dag, sumar stuttar auðvitað, en margar langar og ítarlegar. Þetta lauslega reiknaða meðaltal mitt er reiknað út frá fljótlegri skoðun á síðustu dögum. Ef við gerum bara ráð fyrir því að henn haldi ekki þessari frammistöðu allan ársins hring og skili frá sér að meðaltali 5 færslum á dag þá erum við að tala um 1825 blogfærslur á ári. Ég hef bara eina spurningu: Við hvað í ósköpunum vinnur þessi maður?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2007 | 09:29
Skrifteppa?
Lítið að gerast á síðunni þessa dagana. Vandamálið gæti verið að aðgangar voru endurræstir af blog.is mönnum og póstur sendur út með nýjum lykilorðum. Athugið hvort það hafi lent í "junk mailinu" ykkar ef þið hafið ekki fengið póstinn.
Morgunmaturinn um daginn var góður og mættu allir að undanskildum Svan og auðvitað Atla og Rabba. Brjánn fær lof fyrir að keyra þetta áfram. Nú styttist ennfremur í 1. mars sem mig minnir að hafi verið "target" dagsetning fyrir ehf. skráninguna. Mér heyrðist á vinnuhópnum sem málin væru í góðum farvegi þannig að hugsanlega fáum við update á það fljótlega. Það væri vel.
Boltinn í kvöld og staðan eftirfarandi:
1. Markús*
2. Stebbi
3. Jón*
4. Sæmi
5. Siggi J.*
6. Doddi
7. Siggi S.*
8. Svanur
* Saman í liði í kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2007 | 20:34
Testing.. testing..
Sælir félagar,
Mér fannst ég verða að henda inn einni stuttri færslu til að láta vita af mér hérna. Mér finnst lykilatriði að jafna út skrifálagið innan klúbbsins og mun maður því taka virkari þátt í skrifum hérna. Ég bendi samt á að það er alltaf hægt að sjá reglulegar færslur á www.rafnarnason.com eða www.rabbabari.com
Ég vona að morgunverðarhittingurinn á miðvikudag verði vel sóttur. Það gæti vel verið að ég skelli mér á Tom´s og taki einn "Lumberjack" morgunmat í tilefni dagsins :)
New York kveðja,
Rabbi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2007 | 12:34
Morgunverðarhittingur
Sælir,
Er ekki kominn tími á morgunverðarhitting?
Kasta hér fram tillögu um miðvikudaginn eftir viku kl 7 á Nordica.
Hvað segja menn um það?
bgbBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.2.2007 | 23:17
Boltinn
Djöfull var Jón öflugur í boltanum í kvöld. Var með sterka varnarmenn með sér og við fórum með öruggan sigur af hólmi. En Jón var í sérflokki.
Uppfærði stöðuna og þar sem ég kann ekki að láta þetta raðast í rétta röð þá set ég hana hérna líka. Ætla samt ekkert að setja stigin inn enda orðið hálf sjokkerandi að sjá skorið hjá Markúsi.
1. Markús*
2. Jón
3. Stebbi*
4. Siggi J.
5. Sæmi*
6. Siggi S.
7. Þórður*
8. Svanur
*saman í liði í næsta bolta.
Kv.
Siggi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 23:22
Nokkrir tenglar...
Í veikri von um að halda smá lífi á síðunni gríp ég til þess að vísa mönnum, já og konum líka inn á nokkrar síður og færslur sem vakið hafa athygli mína. Þversögn? Hugsanlega, en ég býst við því að einhverjir líti aftur hingað síðar í leit að fleiri áhugaverðum tenglum. Held ég sé orðinn syfjaður. Mér finnst ég a.m.k. kominn í flokk færustu bullframleiðenda klúbbsins :)
Þessi færsla er áhugaverð lesning fyrir jakkafataarm klúbbsins. Mark Cuban sem á körfuboltaliðið Dallas Mavericks og er sniðugur kall skrifar endrum og sinnum áhugaverðar pælingar á síðuna sína. Þessi kall var eitt af því sem fékk mig til að yfirgefa mína menn í Bulls og hrópa áfram Dallas þegar ég datt inn í NBA boltann í USA.
Síðan er áhugavert að lesa pælingar Óla Stefáns sem vaknaði upp í hópi virtra Moggabloggara síðla síðastliðins árs.
Já, og að lokum hvet ég áhugasama til að kíkja á þessa færslu. Oft sniðugar pælingar á þessum bænum.
Merkilegt með þetta mál þarna á Ítalíu. Mér finnst eitthvað rangt við þessa lausn að spila fyrir auðum völlum. Sé ekki að það leysi málið. Menn mega ekki gefast upp, stinga hausnum í sandinn og telja sér trú um að þessi slagsmál eigi eitthvað skylt við leikinn góða. Leitt að refsa fjöldanum fyrir heimsku þeirra sauða sem mæta til að slást. Held reyndar að þessi grimmd á Ítalíu hljóti að tengjast þessum óendanlega leiðinlega varnarbolta sem áhorfendum er boðið uppá þarna syðra. Þetta er a.m.k. fáheyrt á Spáni. Pæling.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2007 | 22:54
Bloggað til að blogga
Jón ritaði færslu um sjónvarp hér á undan og ég get ekki verið minni maður en að minnast á það í a.m.k. einni færslu. Enda tel ég mig vera í heimsklassa þegar kemur að því að sinna þeim ágæta miðli. Las blog, grein eða a.m.k. einhverja gerð ritaðra þanka um daginn þar sem höfundurinn rakti n.k. lífsferil afrþeyingaráhorfs síns. Þannig var hann tíður gestur kvikmyndahúsanna á ákveðnum aldri, komst síðan í samband og hóf þannig að halda uppi myndbandaleigum uns loks hann var kominn í fjölskyldupakkann og skipulagði upp frá því kvöld sín í kringum vini sína úr afþreyingariðnaði Los Angeles borgar. Eittvað þessu líkt. Mér fannst eins og verið væri að lýsa sjálfum mér.
Þannig er nú að ljúka einkar hefðbundnu mánudagskvöldi hjá fjölskyldunni og hefur því verið sinnt með skylduáhorfi á þættina Grey's Anatomy, Heroes og nú síðast American Idol sem "conveniently" er nýbyrjað á stöð 2 plús. Sé fyrir mér að í vikulok muni þættir eins og Desperate Housewifes, One Tree Hill (sem er klárlega must see hjá undirrituðum) og Boston Legal hafa fengið stað í þéttri vikudagskrá minni. Sem minnir mig á að kvarta undan þeirri fáránlegu ákvörðun að færa One Tree Hill yfir á föstudaga. Furðulegt.
Jæja, ætlaði aðallega í sjónvarpspistli mínum að minnast á eymdina sem birtist mér í American Idol rétt í þessu. Það gekk inn ung stúlka sem var kannski aðeins betur í holdum en hjartalæknirinn hefði kosið. Fataval dömunnar var í óhefðbundnara lagi og olli það því að dómararnir tóku á móti henni með bros á vör og hlátur í kaupbæti. Svo byrjaði hún að syngja. Falskt.
En það var ekki þessi dæmigerða Idol uppákoma sem lýsti best fyrrnefndri eymd heldur viðbrögð ættingjanna og stuðningsskiltið sem þau báru svo stolt. Man ekki nafn stelpunnar en við köllum hana Jane. "Jane are next Americal Idol". Já, þannig var nú það. Vonandi missti ég bara af þessum orðum sem uppá vantaði... En mig grunar samt að ég hafi náð þessu. Ég reyndar styrktist einungis í trúnni eftir að móðir stúlkunnar fullyrti að Símon ætti að snúa aftur til Frakklands. Já, svo veltir maður því fyrir sér hvert Goggi Bush sækir fylgið sitt. Eða sótti.
Stutt sjónvarpskynni mín af þessum mæðgum minntu mig á það þegar viðkunnalegir nágrannar í hverfisbúðinni í Montgomery spurðu mig hvort ég væri frá Íslandi í Georgíufylki eða Tennessee. Þekking er vald :)
Kominn tími til að sinna síðasta fasta lið sjónvarps-mánudagsins. Ensku mörkin byrjuð. Kem beint inn í baulið á Upton Park. Það er falllykt af West Ham peyjunum þessa dagana og enginn Eggert í stúkunni. Líkast til upptekin við að telja atkvæðinn hennar Höllu. Minn maður Tevez annars sprækastur sýnist mér. Spurning um að kippa honum inn í Fantasy aftur... Best ég sendi póst á Femínistafélagið og leiti ráða. Ekki vantar áhugann á íþróttinni þar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
... mælti ein stúlkan í lokaþætti Bachelor nr. 8 sem við Stefán erum að horfa á þessa stundina. Ég er reyndar til í að veðja hægri krikketkylfunni minni að Kristinn situr einn heima hjá sér og horfir á þáttinn - eftir að hafa yfirgefið okkur Stefán skyndilega fyrr í kvöld. Stefán, sem einarður aðdáandi þáttanna, er að gefa mér innsýn í heim þessara kvenna og hins lukkulega sveins. Sjálfur er ég að reyna að sjá Stefán fyrir mér sem "the bachelor" og Guggu og einhverja aðra stúlku að berjast um hjarta hans. Það væri stórkostlegt sjónvarpsefni, en einhvern veginn sé ég Nonna pabba ekki alveg fyrir mér í þessum aðstæðum, veit ekki alveg af hverju. Ég vona reyndar að Moana vinni - Sarah er einhvern veginn einum of týpísk.
Verandi Bachelor sjálfur, þótt ég verði að viðurkenna að ég er ekki alveg eins umvafinn kvenkostum, er maður alltaf að gera nýjar uppgötvanir. Ég fór að versla áðan og komst að því að ég er hugsanlega með leiðinlegustu innkaupakörfu í heimi. Það sem ég á í ískápnum mínum er jógúrt, bjór, tómatsósa og 1944 réttir. Því ákvað ég að lifa eilítið hættulega áðan og keypti mér kaffi, kaffisíu og snakk. Já, og ég fékk mér Stöð 2 og Sýn til að sjá X-Factor. Það er ekki góður þáttur. Halla Vilhjálms er reyndar verulega myndarleg, en Ellý er borderline nutcase, og í allt of stuttu pilsi.
...Micheal, the brother-in-law, er mesta nörd sem ég hef séð í sjónvarpi. Trúnó dauðans og hann segir cool of oft, fáviti!!...
Nú get ég ekki horft á þetta lengur, kjánahrollur dauðans. Já, og til hamingju til gaursins sem sendi steiktasta e-mail í heimi til mín, og ca. 40 annarra, áðan.
Eplamúsin kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
//cyberg meðlimir
- Siggi Heimasíða Sigga
- Rabbi í NY Rabbi: Einn í Stóra eplinu
//cyberg vinir
Vinir klúbbsins
- Tönsberg Tönsberg stelpurnar
//cyberg jr.
Börn klúbbmeðlima
- Signý Hekla Siggadóttir
- Brynhildur Brjánsdóttir
- Tinna Rut Sæmadóttir
- Þórdís Katla Siggadóttir
Myndaalbúm
Tónlistarspilari
Tónlist
//Cyberg 2005
Best of 2005
- Leaves - Shakma
- Coldplay - What if
- Supergrass - Bullet
- Green Day - Wake me up...
- Doves - One of these days
- Sigurrós - Sæglópur
- Turin Brakes - Fishing for a dream
- Architecture in Helsinki - Do the wirlwind
- Emilíana - Sunny Road
- Coldplay - Fix You
- Killers - All these things...
- Arcade Fire - Wake Up